Strandgata 17 - framtíð hússins

Málsnúmer 2020110144

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 347. fundur - 11.11.2020

Rætt um framtíð Strandgötu 17 en aðgengi gangandi og hjólandi vegfarenda vestan við húsið, meðfram Glerárgötu, er óviðunandi. Er í gildandi deiliskipulagi gert ráð fyrir að fjarlægja megi vesturhluta hússins.
Að mati skipulagsráðs er nauðsynlegt að vesturhluti Strandgötu 17 verði rifinn hið fyrsta til að bæta aðgengi gangandi og hjólandi meðfram Glerárgötu. Málinu vísað til umræðu í umhverfis- og mannvirkjaráði.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 90. fundur - 27.11.2020

Lagt fram minnisblað varðandi mögulegar breytingar á Strandgötu 17.
Umhverfis- og mannvirkjaráð er samþykkt því að skoðaður verði möguleikinn á því að selja húsið með þeirri kvöð að vesturhluti byggingarinnar verði rifinn.

Skipulagsráð - 371. fundur - 08.12.2021

Lögð fram tillaga Ágústs Hafsteinssonar arkitekts að endurgerð Strandgötu 17 þar sem gert er ráð fyrir að viðbygging frá 1908 sem liggur upp að Glerárgötu verði fjarlægð. Er tillagan í samræmi við gildandi deiliskipulag sem gerir ráð fyrir að viðbyggingin víki til að skapa pláss fyrir breikkun göngustígs meðfram götunni.
Skipulagsráð tekur jákvætt í fyrirliggjandi tillögu. Að mati ráðsins er nauðsynlegt að gera ráðstafanir til að bæta öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda á þessu svæði með því að breikka núverandi göngustíg og færa hann fjær Glerárgötu. Er samþykkt að óskað verði heimildar Minjastofnunar Íslands til að fjarlægja núverandi viðbyggingu og að húsið verði endurbyggt í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.

Skipulagsráð - 376. fundur - 23.02.2022

Lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dagsett 11. janúar 2022 varðandi Strandgötu 17. Í umsögninni kemur fram að Minjastofnun heimilar endurgerð hússins í upphaflegri mynd samkvæmt tillögu Akureyrarbæjar og fellst um leið á niðurrif seinni tíma viðbygginga til vesturs og norðurs.
Þar sem húsið við Strandgötu 17 er á áberandi stað í miðbæ Akureyrar og núverandi ástandi þess ábótavant auk þess sem það þrengir að gönguleið meðfram Glerárgötu leggur skipulagsráð til að húsið verði endurgert við fyrsta tækifæri.

Er málinu vísað áfram til umhverfis- og mannvirkjaráðs.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 117. fundur - 25.03.2022

Lagt fram minnisblað dagsett 24. mars 2022 varðandi framtíð Strandgötu 17.
Það er álit umhverfis- og mannvirkjaráðs að nú sé best að auglýsa húsið til sölu

með þeim fyrirvörum að rífa skuli þá hluta hússins sem leyfið nær til og innan

ákveðins tímaramma. Einnig með fyrirvara um að húsið verði gert upp í samræmi

við umsögn Minjastofnunar og um þær breytingar á lóð sem fyrirhugaðar eru vegna göngustígs við vesturhlið hússins.

Þá munu fylgja sölunni þær tillögur sem þegar hafa verið unnar svo nýr eigandi

hússins geti hafist handa og endurgert húsið.

Það er mat umhverfis- og mannvirkjaráðs að það sé ekki hægt að réttlæta að

sveitarfélagið fari í þá uppbyggingu á húsinu sem nauðsynleg er og farsælast sé að

fela einkaaðilum að fara í þá vinnu.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 130. fundur - 20.12.2022

Lagt fram minnisblað dagsett 19. desember 2022 varðandi sölu á Strandgötu 17.

Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti að taka hæsta tilboði í húsið með þeim kvöðum sem getið er í söluyfirliti og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð - 3793. fundur - 05.01.2023

Liður 2 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 20. desember 2022:

Lagt fram minnisblað dagsett 19. desember 2022 varðandi sölu á Strandgötu 17.

Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti að taka hæsta tilboði í húsið með þeim kvöðum sem getið er í söluyfirliti og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð staðfestir ákvörðun umhverfis- og mannvirkjaráðs og samþykkir að taka hæsta tilboði í húsið með þeim kvöðum sem getið er um í söluyfirliti. Bæjarráð samþykkir jafnframt að útbúinn verði nýr lóðarleigusamningur fyrir lóðina til samræmis við gildandi deiliskipulag svæðisins en samkvæmt því er gert ráð fyrir minnkun lóðarinnar, þannig að hún verði um 172 fermetrar. Ekki verði greiddar bætur vegna skerðingar á lóð samanber kvöð um að hluti hússins skuli rifinn samkvæmt gildandi skipulagi.