Lónsbakki, Dagsbrún - beiðni um umsögn

Málsnúmer 2021111272

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 371. fundur - 08.12.2021

Erindi dagsett 23. nóvember 2021 þar sem Sigríður Hrefna Pálsdóttir fyrir hönd Hörgársveitar leggur inn til umsagnar nýtt deiliskipulag fyrir nýjar íbúðarlóðir norðan núverandi byggðar í Lónsbakkahverfi auk þess sem lóð leikskólans Álfasteins verður stækkuð. Hluti verslunar- og þjónustusvæðis verður breytt í íbúðarhúsnæði. Frestur til að skila inn umsögn er til 13. desember nk.
Skipulagsráð Akureyrarbæjar gerir engar athugasemdir við lýsinguna en bendir á að í ljósi fjölgunar íbúða á svæðinu er nauðsynlegt að fara í aðgerðir til að lagfæra tengingar inn í hverfið frá þjóðvegi.