Kjarnagata 55 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2021120104

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 371. fundur - 08.12.2021

Erindi dagsett 2. desember 2021 þar sem Ingvar Ívarsson fyrir hönd B.E. Húsbygginga ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 55 við Kjarnagötu. Er óskað eftir eftirfarandi breytingum:

1. Nýtingarhlutfall lækkar úr 1,50 í 1,40 en nýtingarhlutfall bílgeymslu hækkar úr 0,28 í 0,35.

2. Byggingarreitur syðri byggingar hliðrast um 1 m til vesturs og breikkar einnig um 1 m til vesturs. Byggingarreitur 1. hæðar byggingar minnkar samsvarandi. Einnig að byggingin hækki um eina hæð, úr þremur hæðum í fjórar.

3. Byggingarreitur nyrðri byggingar stækkar í 17,5 m x 16 m en hæð húss lækkar úr 7 hæðum í 6 hæðir.

4. Gólfkóti allra bygginga verður 88,90.

5. Tveimur langstæðum í Kjarnagötu verður breytt í bílastæði fyrir hreyfihamlaða vegna kröfu byggingarreglugerðar um fjarlægðir frá húsi í slík stæði.

6. Bílastæðalóð við Geirþrúðarhaga stækkar um 1 m til vesturs.

7. Lágmarks lofthæð verður a.m.k. 2,3 m í stað 2,5 m.

8. Felld er burt krafa um að lofthæð 1. hæðar sé a.m.k. 3,0-3,5 m (salarhæð).
Skipulagsráð samþykkir að breyta deiliskipulagi til samræmis við atriði 3, 5, 6 og 7. Ekki er samþykkt að breyta deiliskipulagi til samræmis við atriði 1, 4 og 8. Hvað atriði 2 varðar þá er breikkun byggingarreits samþykkt en þó með þeim hætti að reitur 1. hæðar hliðrast jafnframt til vesturs. Ekki er samþykkt að hækka allt húsið um eina hæð, heldur eingöngu að 4. hæðin verði inndregin á þrjá vegu.

Afgreiðslu frestað þar til fyrir liggja viðbrögð umsækjanda við ofangreindu.

Skipulagsráð - 373. fundur - 12.01.2022

Lögð fram endurskoðuð tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðar nr. 55 við Kjarnagötu (hús 55 og 57). Í breytingunni felst eftirfarandi:

1. Hús nr. 55 lækkar úr 7 hæðum í 6 með hámarkshæð 18,5 m auk þess sem byggingarreitur stækkar.

2. Byggingarreitur húss nr. 57 hliðrast um 1 m til vesturs auk þess sem hann breikkar um 1 m sem felur í sér að byggingarreitur einnar hæðar byggingar hliðrast um 2 m til vesturs. Þá bætist við 4. hæð sem er inndregin á þrjá vegu. Gólfkóti byggingar hækkar í 88,5.

3. Tvö langstæði meðfram Kjarnagötu breytast í bílastæði fyrir hreyfihamlaða til samræmis við kröfur byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

4. Bílastæði við Geirþrúðarhaga lengjast um 1 m til vesturs og lóðin stækkar um 5 m².

5. Lágmarks lofthæð lækkar um 0,2 m og verður að lágmarki 2,3 m.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3504. fundur - 18.01.2022

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. janúar 2022:

Lögð fram endurskoðuð tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðar nr. 55 við Kjarnagötu (hús 55 og 57). Í breytingunni felst eftirfarandi:

1. Hús nr. 55 lækkar úr 7 hæðum í 6 með hámarkshæð 18,5 m auk þess sem byggingarreitur stækkar.

2. Byggingarreitur húss nr. 57 hliðrast um 1 m til vesturs auk þess sem hann breikkar um 1 m sem felur í sér að byggingarreitur einnar hæðar byggingar hliðrast um 2 m til vesturs. Þá bætist við 4. hæð sem er inndregin á þrjá vegu. Gólfkóti byggingar hækkar í 88,5.

3. Tvö langstæði meðfram Kjarnagötu breytast í bílastæði fyrir hreyfihamlaða til samræmis við kröfur byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

4. Bílastæði við Geirþrúðarhaga lengjast um 1 m til vesturs og lóðin stækkar um 5 m².

5. Lágmarks lofthæð lækkar um 0,2 m og verður að lágmarki 2,3 m.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs. Auk hans tók til máls Gunnar Gíslason.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að breytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Skipulagsráð - 378. fundur - 23.03.2022

Auglýsingu deiliskipulagstillögu fyrir Kjarnagötu 55-57 lauk þann 14. mars sl.

Ein athugasemd barst og er hún lögð fram ásamt undirskriftalista frá íbúum í Geirþrúðarhaga 1. Jafnframt eru lögð fram viðbrögð umsækjanda við athugasemdum auk tillögu skipulagsfulltrúa að svörum við efni athugasemda.

Óskar lóðarhafi eftir því að tillagan verði samþykkt með þeirri breytingu að gert verði ráð fyrir djúpgámum vestast á lóðinni sem felur í sér minniháttar stækkun á lóð.
Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Kjarnagötu 55-57 skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með breytingu er varðar stækkun á lóð vegna uppsetningar djúpgáma. Jafnframt leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að hún samþykki fyrirliggjandi drög skipulagsfulltrúa að svörum við athugasemdum.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista og Ólöf Inga Andrésdóttir L-lista sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Bæjarstjórn - 3509. fundur - 12.04.2022

Liður 9 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 23. mars 2022:

Auglýsingu deiliskipulagstillögu fyrir Kjarnagötu 55-57 lauk þann 14. mars sl.

Ein athugasemd barst og er hún lögð fram ásamt undirskriftalista frá íbúum í Geirþrúðarhaga 1. Jafnframt eru lögð fram viðbrögð umsækjanda við athugasemdum auk tillögu skipulagsfulltrúa að svörum við efni athugasemda.

Óskar lóðarhafi eftir því að tillagan verði samþykkt með þeirri breytingu að gert verði ráð fyrir djúpgámum vestast á lóðinni sem felur í sér minniháttar stækkun á lóð.

Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Kjarnagötu 55-57 skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með breytingu er varðar stækkun á lóð vegna uppsetningar djúpgáma. Jafnframt leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að hún samþykki fyrirliggjandi drög skipulagsfulltrúa að svörum við athugasemdum.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista og Ólöf Inga Andrésdóttir L-lista sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs. Auk hans tók til máls Guðmundur Baldvin Guðmundsson.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Kjarnagötu 55-57 með breytingu er varðar stækkun á lóð vegna uppsetningar djúpgáma. Jafnframt samþykkir meirihluti bæjarstjórnar fyrirliggjandi drög skipulagsfulltrúa að svörum við athugasemdum.

Andri Teitsson L-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista sitja hjá við afgreiðsluna.