Álfaholt 12-14 - 2. umferð - allar umsóknir

Málsnúmer 2021110811

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 371. fundur - 08.12.2021

Auglýsingu 2. umferðar lauk 12. nóvember sl.

Níu umsóknir bárust, sex frá einstaklingum og þrjár frá lögaðilum. Fyrir skipulagsráði liggur að draga úr umsóknum í samræmi við reglur Akureyrarbæjar um úthlutun lóða.
Samkvæmt reglum Akureyrarbæjar um úthlutun lóða njóta einstaklingar forgangs við úthlutun parhúsalóða. Þar af leiðandi voru lögaðilar undanskildir frá útdrætti umræddrar lóðar. Við útdrátt féll lóðin í hlut Gunnars Guðmundarsonar. Gert er ráð fyrir að lóðin verði byggingarhæf 15. október 2022. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.