Goðanes 2 - umsókn um breytingu á aðal- og deiliskipulagi vegna lóðarstækkunar

Málsnúmer 2021120008

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 371. fundur - 08.12.2021

Erindi dagsett 30. nóvember 2021 þar sem Margrét M. Róbertsdóttir fyrir hönd G. Hjálmarssonar hf. sækir um breytingu á aðal- og deiliskipulagi vegna stækkunar lóðar nr. 2 við Goðanes. Svæðið sem stækkunin nær til er skilgreint sem opið, óbyggt svæði í núgildandi aðalskipulagi. Það er austan við núverandi lóð og fyrirhugað er að nýta það sem geymslusvæði. Skipulagsbreytingin felur jafnframt í sér að byggt verði stakt hús norðan og austan við núverandi hús í stað viðbyggingar til vesturs. Þá verði bætt við aðkomu að lóðinni frá Freyjunesi. Meðfylgjandi eru skýringarmynd og greinargerð.
Afgreiðslu málsins er frestað. Sviðsstjóra skipulagssviðs er falið að ræða við umsækjanda um nánari útfærslu á svæðinu.


Skipulagsráð - 374. fundur - 26.01.2022

Erindi dagsett 20. janúar 2022 þar sem Guðmundur Hjálmarsson fyrir hönd G. Hjálmarssonar hf. sækir um lóðarstækkun og breytingu á aðal- og deiliskipulagi vegna lóðar nr. 2 við Goðanes. Svæðið sem stækkunin nær til er skilgreint sem opið, óbyggt svæði í núgildandi aðalskipulagi. Það er austan við núverandi lóð og fyrirhugað er að nýta það sem geymslusvæði. Skipulagsbreytingin felur jafnframt í sér að byggt verði stakt hús norðan og austan við núverandi hús í stað viðbyggingar til vesturs. Þá verði bætt við aðkomu að lóðinni frá Freyjunesi. Meðfylgjandi er skýringarmynd og greinargerð.

Erindið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 8. desember sl. og var afgreiðslu þess frestað þar til fyrir lægi nánari útfærsla svæðisins.
Skipulagsráð fellst ekki á að gerð verði breyting á gildandi aðal- og deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er erindinu hafnað.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Skipulagsráð - 375. fundur - 09.02.2022

Erindi dagsett 2. febrúar 2022 þar sem Efla verkfræðistofa fyrir hönd G. Hjálmarssonar hf. leggur til breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 2 við Goðanes. Fallið hefur verið frá fyrri áformum en fyrirhugað er nú að reisa nýtt hús norðan við núverandi byggingu með aðkomu frá Goðanesi. Meðfylgjandi er minnisblað.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á að grenndarkynna hana sbr. 44. gr. laganna.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.