Skipulagsráð

334. fundur 01. apríl 2020 kl. 08:00 - 11:40 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Orri Kristjánsson
  • Ólöf Inga Andrésdóttir
  • Arnfríður Kjartansdóttir
  • Þórhallur Jónsson
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Margrét Mazmanian Róbertsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Fjarfundir - leiðbeiningar

Málsnúmer 2020030586Vakta málsnúmer

Leiðbeiningar vegna fjarfunda lagðar fram til kynningar

2.Viðbrögð Akureyrarbæjar vegna COVID-19 faraldurs

Málsnúmer 2020030398Vakta málsnúmer

Rætt um starfsemi skipulagssviðs og skipulagsráðs vegna COVID-19 faraldurs.

3.Oddeyri - breyting á aðalskipulagi 2018-2030

Málsnúmer 2019090318Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem nær til svæðis á Oddeyri sem afmarkast af Hjalteyrargötu, Gránufélagsgötu, Kaldbaksgötu og Strandgötu. Felur tillagan jafnframt í sér breytingu á rammahluta aðalskipulagsins fyrir Oddeyri.
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu. Skipulagsráð hafnar því að um vanhæfi sé að ræða.

Skipulagsráð frestar afgreiðslu.

4.Rangárvellir - umsókn um breytt deiliskipulag vegna Hólasandslínu 3

Málsnúmer 2019120078Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni auglýsingu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillaga að breytingu á deiliskipulagi Rangárvalla vegna framkvæmda við Hólasandslínu 3.

Tillagan var auglýst þann 29. janúar 2020 með athugasemdafresti til 12. mars 2020. Ein athugasemd barst á kynningartíma auk þess sem fyrir liggur umsögn frá Vegagerðinni. Þá liggja fyrir viðbrögð Landsnets við innkominni athugasemd þar sem meðal annars kemur fram að lækka megi hámarkshæð á lóð nr. 1 úr 15 m í 14 m.

Einnig er lögð fram tillaga sviðsstjóra skipulagssviðs að svörum við innkominni athugasemd og umsögn.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt. Jafnframt að tillaga að svörum við athugasemd og umsögn verði samþykkt.

5.Hvannavallareitur - deiliskipulag

Málsnúmer 2015030191Vakta málsnúmer

Erindi G. Odds Víðissonar arkitekts f.h. Festi fasteigna ehf., kt. 581113-1100, dagsett 27. mars 2020, þar sem óskað er eftir að unnið verði áfram að gerð deiliskipulags fyrir lóð Glerárgötu 36 í samræmi við framlögð gögn. Þá eru lögð fram gögn sem varða deiliskipulag fyrir Hvannavallareit sem kynnt var árið 2016 en fór þá í bið.
Skipulagsráð frestar erindinu og felur sviðsstjóra skipulagssviðs og formanni að vinna málið áfram.

6.Eyrarlandsvegur 31 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2019050172Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju að lokinni grenndarkynningu, tillaga að breytingu á deiliskipulagi, sem nær til lóðarinnar Eyrarlandsvegar 31, sem felur í sér að heimilt verður að rífa núverandi hús og byggja nýtt, allt að 250 m² hús í staðinn. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi skipulagsráðs 10. júlí 2019 þar til fyrir lægju viðbrögð umsækjenda um innkomnar athugasemdir. Eru nú lögð fram frumdrög að nýbyggingu auk viðbragða við efnisatriðum athugasemda.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt með þeirri breytingu að byggingarreitur á suðurhluta lóðar verði 2 m fjær lóðarmörkum en gert var ráð fyrir samkvæmt grenndarkynntri tillögu. Jafnframt að samþykkja tillögu að svörum við athugasemdum.

7.Kaupvangsstræti 16 - umsókn um breytingu skipulags

Málsnúmer 2019090106Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. mars 2020 þar sem Haraldur Sigmar Árnason fyrir hönd Fasteigna ehf., kt. 581088-1409, sækir um leyfi til að byggja 4. hæðina á hús nr. 16 við Kaupvangsstræti. Meðfylgjandi eru myndir sem sýna útlit hússins fyrir og eftir breytingu og skuggavarp fyrir og eftir breytingu. Þá liggur einnig fyrir samþykki annarra lóðarhafa á lóðinni fyrir breytingunni.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Hraunholt 9 - fyrirspurn vegna viðbyggingar við bílgeymslu

Málsnúmer 2018120058Vakta málsnúmer

Skipulagsráð samþykkti á fundi 12. desember 2018 að grenndarkynna fyrirspurn um viðbyggingu við bílgeymslu hússins nr. 9 við Hraunholt. Eru gögn grenndarkynningar lögð fram ásamt undirrituðu samþykki þeirra sem fengu grenndarkynninguna.
Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi M-lista bar upp vanhæfi sitt og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.

Þar sem engar athugasemdir bárust fellst skipulagsráð á umbeðna viðbyggingu. Byggingarfulltrúi afgreiðir umsókn um byggingarleyfi þegar hún berst.

9.Stígur við Sjafnargötu og Síðubraut - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2020030615Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. mars 2020 þar sem Jónas Valdimarsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir gerð stígs meðfram Sjafnargötu og breikkun núverandi stígs meðfram Síðubraut.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við stíga við Sjafnargötu og Síðubraut og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins.

Að mati ráðsins er um svo óverulegt frávik frá deiliskipulagi að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn, sbr. ákvæði 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Er því ekki talið að gera þurfi breytingu á deiliskipulaginu.


Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

10.Búðartröð - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir miðeyju og gangbraut

Málsnúmer 2020030683Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. mars 2020 þar sem Jónas Valdimarsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir gangbraut og miðeyju yfir Þórunnarstræti við Búðartröð.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins.


Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

11.Austurbrú 10-12 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2015080050Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett 26. mars 2020 varðandi lóðina Austurbrú 10-12 auk tölvupósts frá lóðarhafa dagsetts 26. mars 2020 varðandi skil á lóðinni.
Skipulagsráð samþykkir að fela sviðsstjóra skipulagssviðs að ganga til samninga við lóðarhafa um skil og frágang á lóðinni Austurbrú 10-12. Miðað verði við að endurgreiða greidd gatnagerðargjöld að frádregnum kostnaði við að ganga frá lóðinni til að gera hana örugga með því að fylla í grunninn sem búið var að grafa og ganga frá lóð Hafnarstrætis 82 í sama ástandi og hún var fyrir skerðingu hennar við útgröft á grunninum.

12.Kjarnagata 53 (var 55) - skil á lóð

Málsnúmer 2019020188Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. mars 2020 þar sem Ásgeir Már Ásgeirsson fyrir hönd Naustagötu 13 ehf., kt.480218-1080, skilar lóðinni nr. 53 við Kjarnagötu. Í ljósi aðstæðna óskar Naustagata 13 ehf., eftir því við Akureyrarbæ að bærinn auglýsi ekki lóðina á næstu 4 mánuðum og að þeim tíma loknum eigi fyrirtækið þess kost að kaupa lóðina aftur.
Að mati skipulagsráðs er mögulegt að veita lengri frest til framkvæmda á lóðinni í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru í samfélaginu. Aftur á móti samræmist það ekki samþykktum bæjarins að festa lóðir í ákveðinn tíma og veita ákveðnum aðilum forgang að þeim.

Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að ræða við umsækjanda.

13.Jaðarsíða 2 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2020010448Vakta málsnúmer

Erindi Ómars Björgvinssonar dagsett 23. mars 2020, þar sem óskað er eftir lækkun á gatnagerðargjöldum á lóðinni Jaðarsíðu 2 vegna þeirrar óvissu sem nú er í samfélaginu.
Skipulagsráð getur ekki orðið við erindinu þar sem ekki er heimild í gjaldskrá gatnagerðargjalda til lækkunar á þessum forsendum.

Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að ræða við umsækjanda.

14.Krókeyri 1 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2020030133Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. mars 2020 þar sem Ekill ehf., kt. 691297-3739, sækir um lóð nr. 1 við Krókeyri. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð getur ekki orðið við erindinu þar sem lóðin er skilgreind fyrir safn.

15.Skarðshlíð 31 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2020030142Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. mars 2020 þar sem Búfesti hsf., kt. 560484-0119, sækir um lóð nr. 31 við Skarðshlíð. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið með vísun í bókun bæjarstjórnar Akureyrarbæjar frá 5. mars 2019. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

16.Skarðshlíð 23-25 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2020030143Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. mars 2020 þar sem Búfesti hsf., kt. 560484-0119, sækir um lóð nr. 23-25 við Skarðshlíð. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið með vísun í bókun bæjarstjórnar Akureyrarbæjar frá 5. mars 2019. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

17.Grundargata 7 - fyrirspurn vegna breytinga

Málsnúmer 2020030438Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. mars 2020 þar sem Steinmar Heiðar Rögnvaldsson fyrir hönd Ormarslóns ehf., kt. 430316-1680, leggur inn fyrirspurn vegna fyrirhugaðrar breytingar á húsi nr. 7 við Grundargötu. Fyrirhugað er að byggja útitröppur til að koma fyrir sérinngangi fyrir hverja hæð eins og fram kemur á meðfylgjandi teikningum. Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar Íslands dagsett 30. mars 2020 þar sem fram kemur að ekki er gerð athugasemd við nýtt stigahús.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið. Að mati ráðsins er um svo óverulegt frávik frá deiliskipulagi að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn, sbr. ákvæði 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Er því ekki talið að gera þurfi breytingu á deiliskipulaginu.

Byggingarfulltrúi afgreiðir umsókn um byggingarleyfi þegar hún berst ásamt samþykki aðliggjandi lóðarhafa Grundargötu 5.

18.Miðhúsavegur 2 - fyrirspurn vegna skiptingu lóðar

Málsnúmer 2020030604Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. mars 2020 þar sem Jón Kristján Jóhannsson óskar eftir að lóð nr. 2 við Miðhúsaveg verði skipt upp samkvæmt gildandi eignaskiptayfirlýsingu. Meðfylgjandi er undirritað samþykki núverandi eigenda.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að lóðinni verði skipt í tvær lóðir byggt á skiptingu lóðarinnar sem fram kemur í þinglýstri eignaskiptayfirlýsingu og að útbúnir verði lóðarleigusamningar í samræmi við það.

19.Notkun tjaldvagna og sambærilegs búnaðar utan skipulagðra tjaldsvæða

Málsnúmer 2020020518Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju erindi dagsett 18. febrúar 2020 frá Sigríði Örnu Arnþórsdóttur, Sveinbirni Halldórssyni, Þorvarði Inga Þorbjörnssyni og Boreal ehf. varðandi breytingar á 22. gr. náttúruverndarlaga þar sem kveðið er á um leyfi ef nota á tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi, húsbíla og annan sambærilegan búnað utan skipulagðra tjaldsvæða.
Skipulagsráð bendir á eftirfarandi ákvæði í 10. gr. lögreglusamþykktar fyrir Akureyri.


"Eigi má gista í tjöldum, húsbílum, hjólhýsum og tjaldvögnum á almannafæri innan lögsagnarumdæmis Akureyrarbæjar, utan sérmerktra svæða."


Að mati skipulagsráðs er ekki talin ástæða til að hvetja til breytingar á ákvæði 22. gr. náttúruverndarlaga.

20.Hörgárbraut - umferðaröryggismál

Málsnúmer 2020020376Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri skipulagssviðs fór yfir stöðu mála varðandi vinnu við að skoða mögulegar úrbætur til að bæta umferðaröryggi á Hörgárbraut milli Glerár og Undirhlíðar.
Skipulagsráð þakkar sviðsstjóra fyrir yfirferðina. Ekki var hægt að fullvinna tillögur um úrbætur umferðaröryggismála fyrir lok mars eins og lagt var upp með.

Skipulagsráð leggur áherslu á að þessari vinnu verði hraðað sem kostur er á þessum fordæmalausu tímum.

21.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2020

Málsnúmer 2019120357Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 760. fundar, dagsett 26. mars 2020, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 11:40.