Lögð fram að nýju að lokinni grenndarkynningu, tillaga að breytingu á deiliskipulagi, sem nær til lóðarinnar Eyrarlandsvegar 31, sem felur í sér að heimilt verður að rífa núverandi hús og byggja nýtt, allt að 250 m² hús í staðinn. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi skipulagsráðs 10. júlí 2019 þar til fyrir lægju viðbrögð umsækjenda um innkomnar athugasemdir. Eru nú lögð fram frumdrög að nýbyggingu auk viðbragða við efnisatriðum athugasemda.