Eyrarlandsvegur 31 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2019050172

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 315. fundur - 15.05.2019

Á fundi skipulagsráðs 24. apríl 2019 var samþykkt að heimila eiganda Eyrarlandsvegar 31 að láta vinna breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar. Er tillaga að breytingu nú lögð fram sem felur í sér að heimilt verður að rífa núverandi hús og byggja nýtt allt að 250 m² hús í staðinn. Þar sem í gildi er hverfisvernd sem nær til lóða 27-35 er í skilmálum kveðið á um að nýtt hús verði að taka mið af útliti núverandi húss og falli inn í götumyndina. Þá er gert ráð fyrir að heimilt verði að gera bílastæði á lóðinni með aðkomu frá Barðstúni.
Að mati skipulagsráðs er breytingin óveruleg og samþykkir að grenndarkynna hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga með fyrirvara um að gert verði ráð fyrir bindandi byggingarlínu meðfram Eyrarlandsvegi. Verður tillagan send til umsagnar Minjastofnunar Íslands og Minjasafnsins á Akureyri.

Skipulagsráð - 319. fundur - 10.07.2019

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu, tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Eyrarlandsveg 31 sem felur í sér að heimilt verður að rífa núverandi hús og byggja nýtt allt að 250 m² hús í staðinn. Þar sem í gildi er hverfisvernd sem nær til lóða 27-35 er í skilmálum kveðið á um að nýtt hús verði að taka mið af útliti núverandi húss og falli inn í götumyndina. Þá er gert ráð fyrir að heimilt verði að gera bílastæði á lóðinni með aðkomu frá Barðstúni. Tillagan var grenndarkynnt með bréfi dagsettu 24. maí 2019 með fresti til að gera athugasemdir til 25. júní 2019, auk þess sem óskað var umsagnar Minjastofnunar og Minjasafns Akureyrar.

Tvær athugasemdir bárust á kynningartíma auk umsagnar frá Minjastofnun Íslands.
Afgreiðslu frestað þar til fyrir liggja viðbrögð umsækjanda við fyrirliggjandi athugasemdum og umsögn Minjastofnunar.

Skipulagsráð - 334. fundur - 01.04.2020

Lögð fram að nýju að lokinni grenndarkynningu, tillaga að breytingu á deiliskipulagi, sem nær til lóðarinnar Eyrarlandsvegar 31, sem felur í sér að heimilt verður að rífa núverandi hús og byggja nýtt, allt að 250 m² hús í staðinn. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi skipulagsráðs 10. júlí 2019 þar til fyrir lægju viðbrögð umsækjenda um innkomnar athugasemdir. Eru nú lögð fram frumdrög að nýbyggingu auk viðbragða við efnisatriðum athugasemda.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt með þeirri breytingu að byggingarreitur á suðurhluta lóðar verði 2 m fjær lóðarmörkum en gert var ráð fyrir samkvæmt grenndarkynntri tillögu. Jafnframt að samþykkja tillögu að svörum við athugasemdum.

Bæjarstjórn - 3472. fundur - 07.04.2020

Liður 6 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 1. apríl 2020:

Lögð fram að nýju að lokinni grenndarkynningu, tillaga að breytingu á deiliskipulagi, sem nær til lóðarinnar Eyrarlandsvegar 31, sem felur í sér að heimilt verður að rífa núverandi hús og byggja nýtt, allt að 250 m² hús í staðinn. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi skipulagsráðs 10. júlí 2019 þar til fyrir lægju viðbrögð umsækjenda um innkomnar athugasemdir. Eru nú lögð fram frumdrög að nýbyggingu auk viðbragða við efnisatriðum athugasemda.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt með þeirri breytingu að byggingarreitur á suðurhluta lóðar verði 2 m fjær lóðarmörkum en gert var ráð fyrir samkvæmt grenndarkynntri tillögu. Jafnframt að samþykkja tillögu að svörum við athugasemdum.

Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögur skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Eyrarlandsvegar 31, sem felur í sér að heimilt verður að rífa núverandi hús og byggja nýtt, allt að 250 m² hús í staðinn. Deiliskipulagsbreytingin er samþykkt með þeirri breytingu að byggingarreitur á suðurhluta lóðar verði 2 m fjær lóðarmörkum en gert var ráð fyrir samkvæmt grenndarkynntri tillögu. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn tillögu að svörum við athugasemdum.

Skipulagsráð - 337. fundur - 27.05.2020

Á fundi skipulagsráðs þann 1. apríl sl. var tekin fyrir að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Eyrarlandsvegur 31. Var breytingin samþykkt með minniháttar breytingum og var sú afgreiðsla staðfest í bæjarstjórn 7. apríl. Þegar skipulagsráð tók upphaflega ákvörðun um að heimila gerð breytingar á deiliskipulagi sem gerði ráð fyrir að húsið Eyrarlandsvegur 31 yrði rifið, lá fyrir umsögn Minjastofnunar dagsett 8. janúar 2019. Í auglýsingarferli breytingarinnar barst síðan ný umsögn frá stofnuninni, dagsett 19. júní 2019, en við afgreiðslu málsins að loknum auglýsingartíma láðist að leggja hana fram og er málið því lagt fram að nýju.
Skipulagsráð telur að í ljósi ástands núverandi húss sé ekki hægt að gera kröfu um uppgerð þess eins og Minjastofnun mælir með. Aftur á móti er í skilmálum deiliskipulagsins gerð krafa um að nýbyggingin taki mið af útliti núverandi húss og að hún falli inn í götumyndina í samræmi við ákvæði hverfisverndar. Telur skipulagsráð að ekki sé ástæða til að breyta fyrri afgreiðslu og leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt að nýju óbreytt.

Bæjarstjórn - 3476. fundur - 02.06.2020

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 28. maí 2020:

Á fundi skipulagsráðs þann 1. apríl sl. var tekin fyrir að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Eyrarlandsvegur 31. Var breytingin samþykkt með minniháttar breytingum og var sú afgreiðsla staðfest í bæjarstjórn 7. apríl. Þegar skipulagsráð tók upphaflega ákvörðun um að heimila gerð breytingar á deiliskipulagi sem gerði ráð fyrir að húsið Eyrarlandsvegur 31 yrði rifið, lá fyrir umsögn Minjastofnunar dagsett 8. janúar 2019. Í auglýsingarferli breytingarinnar barst síðan ný umsögn frá stofnuninni, dagsett 19. júní 2019, en við afgreiðslu málsins að loknum auglýsingartíma láðist að leggja hana fram og er málið því lagt fram að nýju.

Skipulagsráð telur að í ljósi ástands núverandi húss sé ekki hægt að gera kröfu um uppgerð þess eins og Minjastofnun mælir með. Aftur á móti er í skilmálum deiliskipulagsins gerð krafa um að nýbyggingin taki mið af útliti núverandi húss og að hún falli inn í götumyndina í samræmi við ákvæði hverfisverndar. Telur skipulagsráð að ekki sé ástæða til að breyta fyrri afgreiðslu og leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt að nýju óbreytt.

Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Eyrarlandsvegur 31 að nýju, óbreytta.