Austurbrú 10-12 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2015080050

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 210. fundur - 26.08.2015

Erindi dagsett 12. ágúst 2015 þar sem Björn Guðmundsson f.h. Furuvalla 7 ehf., kt. 530212-0170, sækir um lóð nr. 10-12 við Austurbrú. Meðfylgjandi er yfirlýsing banka. Fyrirhugað er að óska eftir breytingu á deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd óskar eftir að umsækjandi geri grein fyrir í hverju nefndar breytingar á deiliskipulagi yrðu fólgnar og áætluðum framkvæmdahraða við uppbyggingu á lóðinni. Lóðin verður tekin úr auglýsingu.

Skipulagsnefnd - 216. fundur - 11.11.2015

Erindi dagsett 12. ágúst 2015 þar sem Björn Gunnlaugsson f.h. Furuvalla 7 ehf., kt. 530212-0170, sækir um lóð nr. 10-12 við Austurbrú. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu erindisins 26. ágúst 2015 og óskaði eftir að umsækjandi gerði grein fyrir hvað fælist í fyrirhugaðri breytingu á deiliskipulagi og áætluðum framkvæmdahraða við uppbyggingu.
Erindi barst 5. nóvember 2015 þar sem Ingólfur Freyr Guðmundsson f.h. Furuvalla 7 ehf., spyrst fyrir um viðbrögð skipulagsnefndar við breytingu á ákvæðum deiliskipulags fyrir lóðir nr. 2-12 við Austurbrú. Meðfylgjandi eru teikningar.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um byggingarhæfi lóðarinnar. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.
Fyrirspurn um skipulagsbreytingu er frestað til næsta fundar.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 575. fundur - 26.02.2016

Erindi dagsett 23. febrúar 2016 þar sem Steingrímur Pétursson f.h. Furuvelli 7 ehf., kt. 530212-0170, óskar eftir leyfi til þess að kanna jarðveg á lóðum nr. 2-12 við Austurbrú.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Staðsetning og frágangur skal gerður í samráði við byggingareftirlit.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 578. fundur - 17.03.2016

Erindi dagsett 15. mars 2016 þar sem Steingrímur Pétursson f.h. Furuvalla 7 ehf., kt. 530212-0170, sækir um að grafa prufuholur á lóðunum nr. 2-12 við Austurbrú, skv. meðfylgjandi teikningu.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Staðsetning og frágangur skal gerður í samráði við byggingareftirlit.

Skipulagsráð - 334. fundur - 01.04.2020

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett 26. mars 2020 varðandi lóðina Austurbrú 10-12 auk tölvupósts frá lóðarhafa dagsetts 26. mars 2020 varðandi skil á lóðinni.
Skipulagsráð samþykkir að fela sviðsstjóra skipulagssviðs að ganga til samninga við lóðarhafa um skil og frágang á lóðinni Austurbrú 10-12. Miðað verði við að endurgreiða greidd gatnagerðargjöld að frádregnum kostnaði við að ganga frá lóðinni til að gera hana örugga með því að fylla í grunninn sem búið var að grafa og ganga frá lóð Hafnarstrætis 82 í sama ástandi og hún var fyrir skerðingu hennar við útgröft á grunninum.