Jaðarsíða 2 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2020010448

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 330. fundur - 29.01.2020

Erindi dagsett 21. janúar 2020 þar sem Stefán Þór Guðmundsson sækir um lóð nr. 2 við Jaðarsíðu. Umsækjandi fyrirhugar að fá leyfi til að byggja á lóðinni 310 m² parhús í stað einbýlishúss (sjá mál 8). Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið.

Skipulagsráð - 334. fundur - 01.04.2020

Erindi Ómars Björgvinssonar dagsett 23. mars 2020, þar sem óskað er eftir lækkun á gatnagerðargjöldum á lóðinni Jaðarsíðu 2 vegna þeirrar óvissu sem nú er í samfélaginu.
Skipulagsráð getur ekki orðið við erindinu þar sem ekki er heimild í gjaldskrá gatnagerðargjalda til lækkunar á þessum forsendum.

Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að ræða við umsækjanda.