Rangárvellir - umsókn um breytt deiliskipulag vegna Hólasandslínu 3

Málsnúmer 2019120078

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 328. fundur - 18.12.2019

Erindi dagsett 5. desember 2019 þar sem Árni Ólafsson fyrir hönd Landsnets hf., kt. 580804-2410, sækir um breytingu á deiliskipulagi Rangárvalla vegna Hólasandslínu 3. Í breytingunni felst að afmarkað er lagnabelti fyrir flutningslínur raforku í stað nákvæmrar legu hverrar línu, lóð nr. 1 er stækkuð til samræmis við heimild á gildandi skipulagi, nýir byggingarreitir skilgreindir á lóð nr. 1 fyrir tengivirki, skýringum og litasamsetningu lítillega breytt og lagnabelti yfir endurnýtingarsvæði og Liljulund fellt út.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi gögn verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3466. fundur - 21.01.2020

Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 18. desember 2019:

Erindi dagsett 5. desember 2019 þar sem Árni Ólafsson fyrir hönd Landsnets hf., kt. 580804-2410, sækir um breytingu á deiliskipulagi Rangárvalla vegna Hólasandslínu 3. Í breytingunni felst að afmarkað er lagnabelti fyrir flutningslínur raforku í stað nákvæmrar legu hverrar línu, lóð nr. 1 er stækkuð til samræmis við heimild á gildandi skipulagi, nýir byggingarreitir skilgreindir á lóð nr. 1 fyrir tengivirki, skýringum og litasamsetningu lítillega breytt og lagnabelti yfir endurnýtingarsvæði og Liljulund fellt út.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi gögn verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að breyting á deiliskipulagi Rangárvalla í samræmi við fyrirliggjandi gögn verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 334. fundur - 01.04.2020

Lögð fram að lokinni auglýsingu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillaga að breytingu á deiliskipulagi Rangárvalla vegna framkvæmda við Hólasandslínu 3.

Tillagan var auglýst þann 29. janúar 2020 með athugasemdafresti til 12. mars 2020. Ein athugasemd barst á kynningartíma auk þess sem fyrir liggur umsögn frá Vegagerðinni. Þá liggja fyrir viðbrögð Landsnets við innkominni athugasemd þar sem meðal annars kemur fram að lækka megi hámarkshæð á lóð nr. 1 úr 15 m í 14 m.

Einnig er lögð fram tillaga sviðsstjóra skipulagssviðs að svörum við innkominni athugasemd og umsögn.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt. Jafnframt að tillaga að svörum við athugasemd og umsögn verði samþykkt.

Bæjarstjórn - 3472. fundur - 07.04.2020

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 2. apríl 2020:

Lögð fram að lokinni auglýsingu, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillaga að breytingu á deiliskipulagi Rangárvalla vegna framkvæmda við Hólasandslínu 3.

Tillagan var auglýst þann 29. janúar 2020 með athugasemdafresti til 12. mars 2020. Ein athugasemd barst á kynningartíma auk þess sem fyrir liggur umsögn frá Vegagerðinni. Þá liggja fyrir viðbrögð Landsnets við innkominni athugasemd þar sem meðal annars kemur fram að lækka megi hámarkshæð á lóð nr. 1 úr 15 m í 14 m.

Einnig er lögð fram tillaga sviðsstjóra skipulagssviðs að svörum við innkominni athugasemd og umsögn.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt. Jafnframt að tillaga að svörum við athugasemd og umsögn verði samþykkt.

Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögur skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum breytingu á deiliskipulagi Rangárvalla vegna framkvæmda við Hólasandslínu 3 sem auglýst var þann 29. janúar 2020. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn framlagðar tillögur að svörum við athugasemd og umsögn.