Viðbrögð Akureyrarbæjar vegna COVID-19 faraldurs

Málsnúmer 2020030398

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3470. fundur - 17.03.2020

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri kynnti þær aðgerðir sem Akureyrarbær hefur gripið til vegna COVID-19 faraldurs.

Bæjarráð - 3676. fundur - 26.03.2020

Farið yfir stöðu og viðbragðsáætlanir bæjarins.

Skipulagsráð - 334. fundur - 01.04.2020

Rætt um starfsemi skipulagssviðs og skipulagsráðs vegna COVID-19 faraldurs.

Bæjarráð - 3677. fundur - 02.04.2020

Farið yfir stöðu og viðbragðsáætlanir bæjarins. Lögð fram Aðgerðaáætlun Akureyrarbæjar - viðbrögð vegna áhrifa COVID-19 - fyrstu aðgerðir. Kynntar viðmiðunarreglur um útfærslu Akureyrarbæjar á nýju ákvæði í lögum um almannavarnir um borgaralega skyldu opinberra starfsmanna.

Bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Heimir Haraldsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið. Einnig sátu fundinn undir þessum lið Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður.
Bæjarráð samþykkir aðgerðaáætlunina með fimm samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3678. fundur - 08.04.2020

Farið yfir stöðu og viðbragðsáætlanir bæjarins.

Andri Teitsson formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs, Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3679. fundur - 16.04.2020

Farið yfir stöðu og viðbragðsáætlanir bæjarins.

Bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Heimir Haraldsson og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið. Einnig sátu fundinn undir þessum lið Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA.

Bæjarráð - 3680. fundur - 22.04.2020

Farið yfir stöðu og viðbragðsáætlanir bæjarins.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að vinna könnun á mögulegri atvinnuþátttöku í sérstöku sumarátaki ungmenna.
Ásthildur Sturludóttir vék af fundi kl. 08:52.

Bæjarráð - 3681. fundur - 30.04.2020

Farið yfir stöðu og viðbragðsáætlanir bæjarins.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir og Heimir Haraldsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum, í ljósi þess ástands sem ríkir, að falla tímabundið frá flutningi á rekstri Punktsins frá Rósenborg yfir í Víðilund. Auk þess er fallið frá tímabundinni lokun Glerárlaugar í sumar. Er sviðsstjóra fjársýslusviðs falið að útbúa viðauka vegna málsins.

Frístundaráð - 76. fundur - 06.05.2020

Bókun bæjarráðs frá fundi þann 30. apríl sl. lögð fram til kynningar.

Bæjarráð - 3682. fundur - 07.05.2020

Farið yfir stöðu og viðbragðsáætlanir bæjarins.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3683. fundur - 14.05.2020

Farið yfir stöðu og viðbragðsáætlanir bæjarins.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Stjórn Hlíðarfjalls - 3. fundur - 18.05.2020

Umræða um hvort endurgreiða eigi vetrarkort vegna COVID-19 eða bregðast við ástandinu með einhverjum öðrum hætti.
Stjórn Hlíðarfjalls leggur til við bæjarráð að veittur verði 30% afsláttur á vetrarkortum 2020 - 2021 til þeirra sem áttu vetrarkort 2019 - 2020. Skilyrði er að kortin verði keypt fyrir 15. október 2020.

Bæjarráð - 3684. fundur - 20.05.2020

Farið yfir stöðu og viðbragðsáætlanir bæjarins.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3685. fundur - 28.05.2020

Farið yfir stöðu og viðbragðsáætlanir bæjarins.

Tekinn fyrir liður 6 í fundargerð stjórnar Hlíðarfjalls dagsettri 18. maí 2020:

Umræða um hvort endurgreiða eigi vetrarkort vegna COVID-19 eða bregðast við ástandinu með einhverjum öðrum hætti.

Stjórn Hlíðarfjalls leggur til við bæjarráð að veittur verði 30% afsláttur á vetrarkortum 2020 - 2021 til þeirra sem áttu vetrarkort 2019 - 2020. Skilyrði er að kortin verði keypt fyrir 15. október 2020.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu stjórnar Hlíðarfjalls með fimm samhljóða atkvæðum og felur sviðsstjóra samfélagssviðs að útfæra tillöguna í gjaldskrá vetrarins 2020-2021.

Bæjarráð - 3686. fundur - 04.06.2020

Rætt um reynslu liðinna vikna og hvernig nýta má þá reynslu til framtíðar.

Halldór Sigurður Guðmundsson sérfræðingur og Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð lýsir mikilli ánægju með störf og viðbrögð starfsfólks og stjórnenda Akureyrarbæjar vegna COVID-19 faraldursins. Mikilvægt er að sú þekking sem orðið hefur til í viðbrögðum á síðustu mánuðum verði nýtt til uppfærslu á viðbragðsáætlunum. Jafnframt leggur bæjarráð áherslu á að ný þekking og þróun sem orðið hefur á rafrænni þjónustu og lausnum verði nýtt til framþróunar innan stjórnsýslu sveitarfélagsins. Þá skorar bæjarráð á ráðherra sveitarstjórnarmála að heimild til fjarfunda og rafrænnar undirritunar fundargerða verði gerð varanleg.