Skarðshlíð 31 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2020030142

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 334. fundur - 01.04.2020

Erindi dagsett 9. mars 2020 þar sem Búfesti hsf., kt. 560484-0119, sækir um lóð nr. 31 við Skarðshlíð. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið með vísun í bókun bæjarstjórnar Akureyrarbæjar frá 5. mars 2019. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Skipulagsráð - 350. fundur - 13.01.2021

Erindi Eiríks H. Haukssonar dagsett 6. janúar 2021, f.h. Búfesti hsf., þar sem óskað er eftir fresti til framkvæmda við fjölbýlishús við Skarðshlíð 31 til 20. apríl 2021.
Skipulagsráð samþykkir að veita framkvæmdafrest til samræmis við fyrirliggjandi erindi.