Stígur við Sjafnargötu og Síðubraut - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2020030615

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 334. fundur - 01.04.2020

Erindi dagsett 24. mars 2020 þar sem Jónas Valdimarsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir gerð stígs meðfram Sjafnargötu og breikkun núverandi stígs meðfram Síðubraut.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við stíga við Sjafnargötu og Síðubraut og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins.

Að mati ráðsins er um svo óverulegt frávik frá deiliskipulagi að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn, sbr. ákvæði 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Er því ekki talið að gera þurfi breytingu á deiliskipulaginu.


Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.