Kaupvangsstræti 16 - umsókn um breytingu skipulags

Málsnúmer 2019090106

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 322. fundur - 11.09.2019

Lagt fram erindi Haraldar S. Árnasonar dagsett 3. september 2019, fyrir hönd Fasteigna ehf., kt. 581088-1409, þar sem óskað er eftir að heimilað verði að gera breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Kaupvangsstræti 14-16 til að byggja megi 4. hæðina á húsið nr. 16. Á 1. og 2. hæð er í dag hótelgisting og er nú fyrirhugað að breyta 3. hæð í hótelgistingu og sama yrði með 4. hæðina. Þá er bent á að fjölga mætti bílastæðum á suðvesturhluta lóðarinnar um allt að 15 ef heimild fæst til að stækka lóðina.
Skipulagsráð frestar erindinu og óskar eftir fleiri gögnum frá umsækjanda sem sýnir m.a. áhrif hækkunar húss á nærliggjandi umhverfi og byggingar.

Skipulagsráð - 332. fundur - 26.02.2020

Erindi dagsett 12. febrúar 2020 þar sem Haraldur Sigmar Árnason fyrir hönd Fasteigna ehf., kt. 581088-1409, sækir um leyfi til að byggja 4. hæðina á hús nr. 16 við Kaupvangsstræti. Meðfylgjandi eru myndir sem sýna útlit hússins fyrir og eftir breytingu.
Skipulagsráð frestar erindinu. Sviðsstjóra skipulagssviðs er falið að óska frekari gagna frá umsækjanda.

Skipulagsráð - 334. fundur - 01.04.2020

Erindi dagsett 25. mars 2020 þar sem Haraldur Sigmar Árnason fyrir hönd Fasteigna ehf., kt. 581088-1409, sækir um leyfi til að byggja 4. hæðina á hús nr. 16 við Kaupvangsstræti. Meðfylgjandi eru myndir sem sýna útlit hússins fyrir og eftir breytingu og skuggavarp fyrir og eftir breytingu. Þá liggur einnig fyrir samþykki annarra lóðarhafa á lóðinni fyrir breytingunni.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 348. fundur - 25.11.2020

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar Akureyrar sem nær til lóðarinnar Kaupvangsstrætis 16 í samræmi við bókun skipulagsráðs frá 1. apríl 2020. Í breytingunni felst að heimilt verði að bæta hæð ofan á núverandi hús, sem nýtt verður fyrir hótelgistingu, með hámarkshæð upp á 14,5 m. Nýtingarhlutfall hækkar úr 1,111 í 1,375 og heimilt verður að setja svalir sem geta náð 1,8 m út fyrir byggingarreit.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu.