Hraunholt 9 - fyrirspurn vegna viðbyggingar við bílgeymslu

Málsnúmer 2018120058

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 306. fundur - 12.12.2018

Erindi dagsett 6. desember 2018 þar sem Valdimar Þengilsson leggur inn fyrirspurn varðandi viðbyggingu við bílgeymslu við hús nr. 9 við Hraunholt. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna umsókn um viðbyggingu við bílgeymslu þegar gögn sem sýna afstöðu- og útlit liggja fyrir.

Skipulagsráð - 334. fundur - 01.04.2020

Skipulagsráð samþykkti á fundi 12. desember 2018 að grenndarkynna fyrirspurn um viðbyggingu við bílgeymslu hússins nr. 9 við Hraunholt. Eru gögn grenndarkynningar lögð fram ásamt undirrituðu samþykki þeirra sem fengu grenndarkynninguna.
Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi M-lista bar upp vanhæfi sitt og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.

Þar sem engar athugasemdir bárust fellst skipulagsráð á umbeðna viðbyggingu. Byggingarfulltrúi afgreiðir umsókn um byggingarleyfi þegar hún berst.