Oddeyri - breyting á aðalskipulagi 2018-2030

Málsnúmer 2019090318

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 323. fundur - 25.09.2019

Lögð fram tillaga að skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 á Oddeyri, neðan Hjalteyrargötu. Breytingin felur einnig í sér breytingu á rammahluta aðalskipulags fyrir Oddeyri.
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.Ólafur Kjartansson V-lista lagði fram eftirfarandi tillögu að afgreiðslu:Fyrir liggja tillögur að skipulagsbreytingum á reit milli Strandgötu, Hjalteyrargötu, Gránufélagsgötu og Kaldbaksgötu. Breytingatillögurnar eru vegna hugmynda um allt að ellefu hæða byggingu á reitnum.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um burðargetu lóðanna en þarna er lítt kannaður setbunki eftir framburð Glerár. Reynslan af hafnarbyggingum á Oddeyrartanga gefa ekki tilefni til bjartsýni á öryggi grunnsins þarna.

Ekki er búið að fjalla á formlegan hátt um viðbrögð vegna líklegra sjávarstöðubreytinga á næstu áratugum og öldum.

Svo há bygging sem staðsett yrði syðst á eyrinni myndi verða mjög aflokandi milli hverfisins og strandlengjunnar sunnan á eyrinni og mynda mikið ójafnvægi í heildarmynd Oddeyrar.

Til þess að koma svona verkefni fyrir er ekki nóg að horfa aðeins á umræddan byggingareit heldur verður að gaumgæfa allt núverandi deiliskipulagssvæði sem og hverfisskipulagið í heild.

Svona mikill massi bygginga upp við athafna- og atvinnusvæði myndi takmarka framtíðarmöguleika næstu athafnasvæða, en það gæti takmarkað möguleika á atvinnuuppbyggingu innan Akureyrarbæjar.

Vegna þessara atriða sem og óvissu um samþykki bæjarbúa fyrir svona mikilli stefnubreytingu á áherslum nýsamþykkts aðalskipulags er ekki tímabært að byrja á þessari framkvæmd.

Erindinu er því vísað frá.

Tillagan var borin upp til atkvæða og var felld með 3 atkvæðum gegn 1.Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði samþykkt og að sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að kynna hana skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Er þá gert ráð fyrir kynningu á íbúafundi og væru fyrirliggjandi hugmyndir þróunaraðila kynntar á sama fundi.

Ólafur Kjartansson V-lista greiddi atkvæði á móti.

Bæjarstjórn - 3460. fundur - 01.10.2019

Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 25. september 2019:

Lögð fram tillaga að skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 á Oddeyri, neðan Hjalteyrargötu. Breytingin felur einnig í sér breytingu á rammahluta aðalskipulags fyrir Oddeyri.

Tryggvi Már Ingvarsson B-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.Ólafur Kjartansson V-lista lagði fram eftirfarandi tillögu að afgreiðslu:

Fyrir liggja tillögur að skipulagsbreytingum á reit milli Strandgötu, Hjalteyrargötu, Gránufélagsgötu og Kaldbaksgötu. Breytingatillögurnar eru vegna hugmynda um allt að ellefu hæða byggingu á reitnum.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um burðargetu lóðanna en þarna er lítt kannaður setbunki eftir framburð Glerár. Reynslan af hafnarbyggingum á Oddeyrartanga gefa ekki tilefni til bjartsýni á öryggi grunnsins þarna.

Ekki er búið að fjalla á formlegan hátt um viðbrögð vegna líklegra sjávarstöðubreytinga á næstu áratugum og öldum.

Svo há bygging sem staðsett yrði syðst á eyrinni myndi verða mjög aflokandi milli hverfisins og strandlengjunnar sunnan á eyrinni og mynda mikið ójafnvægi í heildarmynd Oddeyrar.

Til þess að koma svona verkefni fyrir er ekki nóg að horfa aðeins á umræddan byggingareit heldur verður að gaumgæfa allt núverandi deiliskipulagssvæði sem og hverfisskipulagið í heild.

Svona mikill massi bygginga upp við athafna- og atvinnusvæði myndi takmarka framtíðarmöguleika næstu athafnasvæða, en það gæti takmarkað möguleika á atvinnuuppbyggingu innan Akureyrarbæjar.

Vegna þessara atriða sem og óvissu um samþykki bæjarbúa fyrir svona mikilli stefnubreytingu á áherslum nýsamþykkts aðalskipulags er ekki tímabært að byrja á þessari framkvæmd.

Erindinu er því vísað frá.

Tillagan var borin upp til atkvæða og var felld með 3 atkvæðum gegn 1.

Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði samþykkt og að sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að kynna hana skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Er þá gert ráð fyrir kynningu á íbúafundi og væru fyrirliggjandi hugmyndir þróunaraðila kynntar á sama fundi.

Ólafur Kjartansson V-lista greiddi atkvæði á móti.Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu skipulagsráðs.

Í umræðum tóku til máls Sóley Björk Stefánsdóttir, Andri Teitsson, Þórhallur Jónsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Gunnar Gíslason, Halla Björk Reynisdóttir, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Hilda Jana Gísladóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Hlynur Jóhannsson, Sóley Björk Stefánsdóttir (í annað sinn)og Gunnar Gíslason (í annað sinn).
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir tillögu skipulagsráðs.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista greiðir atkvæði gegn tillögunni.

Skipulagsráð - 327. fundur - 27.11.2019

Lagðar fram til umræðu umsagnir, athugasemdir og ábendingar sem borist hafa við lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi á Oddeyri á svæði sem afmarkast af Hjalteyrargötu, Gránufélagsgötu, Kaldbaksgötu og Strandgötu. Var lýsingin auglýst 16. október 2019 með athugasemdafresti til 30. október 2019.

Bárust 36 athugasemdabréf auk þess sem fyrir liggja umsagnir frá Skipulagsstofnun, Hafnasamlagi Norðurlands, Samgöngustofu, Isavia, Minjastofnun, hverfisnefnd Oddeyrar, Vegagerðinni, Norðurorku og umhverfis- og mannvirkjasviði Akureyrar.Tryggvi Már Ingvarsson B-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.

Inn á fundinn undir þessum lið kom varamaður hans Grétar Ásgeirsson.
Skipulagsráð álítur, með vísun til innkominna umsagna, athugasemda og ábendinga að ekki sé rétt að byggja eins háa byggð og fram kom í fyrirliggjandi lýsingu skipulagsbreytingarinnar.

Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að leggja fram tillögur með fleiri sviðsmyndum mögulegrar uppbyggingar á svæðinu.

Skipulagsráð - 331. fundur - 12.02.2020

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett 6. febrúar 2020 varðandi ferli breytingar á aðalskipulagi á Oddeyri.
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt.

Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.

Á fundinn, undir þessum lið, mætti varamaður hans Grétar Ásgeirsson.Meirihluti skipulagsráðs samþykkir að fela sviðsstjóra skipulagssviðs að vinna tillögu að breytingu á aðalskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað og umræður á fundinum.

Arnfríður Kjartansdóttir V-lista óskar bókað:

Það er of langt gengið þegar einstakir verktakar hafa það mikil völd að aðalskipulagi er breytt til að verða við óskum þeirra.

Skipulagsráð - 334. fundur - 01.04.2020

Lögð fram drög að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem nær til svæðis á Oddeyri sem afmarkast af Hjalteyrargötu, Gránufélagsgötu, Kaldbaksgötu og Strandgötu. Felur tillagan jafnframt í sér breytingu á rammahluta aðalskipulagsins fyrir Oddeyri.
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu. Skipulagsráð hafnar því að um vanhæfi sé að ræða.

Skipulagsráð frestar afgreiðslu.

Skipulagsráð - 335. fundur - 22.04.2020

Lögð fram endurskoðuð drög að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem nær til svæðis á Oddeyri sem afmarkast af Hjalteyrargötu, Gránufélagsgötu, Kaldbaksgötu og Strandgötu. Felur tillagan jafnframt í sér breytingu á rammahluta aðalskipulagsins fyrir Oddeyri.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir að kynna aðalskipulagsbreytinguna skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeirri breytingu að gerð verði krafa um verslunar- og þjónusturými á jarðhæð í að minnsta kosti 25% rýmis utan bílgeymslu.


Arnfríður Kjartansdóttir V-lista óskar bókað að hún ítreki bókun frá 12. febrúar 2020, 2. fundarlið og vill auk þess undirstrika eftirfarandi: Í Aðalskipulagi Akureyrar stendur varðandi Oddeyrina: „Halda skal yfirbragði svæðisins og nýbyggingar og breytingar einstakra húsa skulu vera í samræmi við aðliggjandi húsaraðir“ Í rammahluta aðalskipulags varðandi umrætt svæði á Oddeyri stendur: „Nýjar byggingar verði almennt 3-4 hæðir.“


Hærri byggingar munu breyta ásýnd svæðisins til hins verra, sérstaklega ef þær eru nálægt friðlýstum byggingum eins og Gránufélagshúsinu. Aukið skuggavarp og minna útsýni mun hafa í för með sér skerðingu á lífsgæðum íbúa í nágrenni hárra bygginga. Auk þess er hæpið að skipuleggja mikið byggingamagn nálægt sjávarmáli í ljósi þess að sjávarstaða mun hækka á næstu áratugum vegna hlýnunar jarðar. Því er svokallaður Núll kostur ákjósanlegastur, þ.e. að gildandi aðalskipulagi verði ekki breytt.


Tryggvi Már Ingvarsson B-lista, Orri Kristjánsson S-lista, Ólöf Inga Andrésdóttir L-lista og Þórhallur Jónsson D-lista óska bókað:

Oddeyri er mikilvægt svæði þegar kemur að framtíðarþróun Akureyrar og æskilegt er að koma svæðinu í endurnýjun og uppbyggingu sem fyrst.


Svæðið sem aðalskipulagsbreytingin á við um er skilgreint sem þróunarsvæði í aðalskipulagi. Nálægð við innviði gera svæðið verðmætt til uppbyggingar og þéttingar byggðar.


Þétting byggðar er hvorutveggja umhverfisvæn og hagkvæm. Hlutfallslegur kostnaður við viðhald gatna, veitna, sorphirðu og snjómokstur á hvern íbúa lækkar. Göngu- og hjólafjarlægðir styttast og innviðir á borð við skóla og þjónustu nýtast fleirum og auðveldara er að halda úti almenningssamgöngum. Styttri aksturfjarlægðir og aukið hlutfall gangandi og hjólandi vegfarenda felur í sér minni umferð og aukin loftgæði.


Síðast en ekki síst sparar þétting byggðar óraskað land sem þá nýtist til landbúnaðar, bindingu kolefnis og/eða sem vistsvæði plantna, fugla og annarra dýra.


Oddeyri er sem stendur fámennt hverfi og möguleiki á að nýta innviði svæðisins betur, t.a.m. grunn- og leikskóla. Með tilkomu 100-150 íbúða á svæðinu mun fólki á Oddeyri fjölga og téðir innviðir nýtast betur.


Uppbygging á þessu svæði mun ekki valda skuggavarpi sem nokkru nemur á núverandi byggð á Oddeyri.


Varðandi hækkun sjávarborðs vegna hnattrænnar hlýnunar liggja fyrir upplýsingar sem benda til þess að landris mun að mestu vinna gegn hækkun sjávar við Akureyri en við teljum þó að mikilvægt sé að fylgjast grannt með stöðu mála í framtíðinni.

Skipulagsráð - 338. fundur - 10.06.2020

Lagðar fram til kynningar athugasemdir og umsagnir sem bárust við kynningu á tillögu að breytingu á aðalskipulagi á Oddeyri. Var tillagan auglýst skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 6. til 27. maí 2020.
Afgreiðslu frestað og sviðsstjóra skipulagssviðs og formanni skipulagsráðs falið að funda með hagsmunaaðilum um framhald málsins.