Kjarnagata 53 (var 55) - skil á lóð

Málsnúmer 2019020188

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 310. fundur - 27.02.2019

Erindi dagsett 6. febrúar 2019 þar sem Ásgeir Már Ásgeirsson fyrir hönd Naustagötu 13 ehf., kt.480218-1080, sækir um lóð nr. 55 við Kjarnagötu. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Skipulagsráð - 330. fundur - 29.01.2020

Erindi dagsett 16. janúar 2020 þar sem Ásgeir Már Ásgeirsson fyrir hönd Naustagötu 13 ehf., kt. 480218-1080, óskar eftir framlenginu á framkvæmdafresti til næstu áramóta fyrir lóðina nr. 55 við Kjarnagötu.
Skipulagsráð samþykkir að veita viðbótarfrest upp á 6 mánuði.

Skipulagsráð - 334. fundur - 01.04.2020

Erindi dagsett 23. mars 2020 þar sem Ásgeir Már Ásgeirsson fyrir hönd Naustagötu 13 ehf., kt.480218-1080, skilar lóðinni nr. 53 við Kjarnagötu. Í ljósi aðstæðna óskar Naustagata 13 ehf., eftir því við Akureyrarbæ að bærinn auglýsi ekki lóðina á næstu 4 mánuðum og að þeim tíma loknum eigi fyrirtækið þess kost að kaupa lóðina aftur.
Að mati skipulagsráðs er mögulegt að veita lengri frest til framkvæmda á lóðinni í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru í samfélaginu. Aftur á móti samræmist það ekki samþykktum bæjarins að festa lóðir í ákveðinn tíma og veita ákveðnum aðilum forgang að þeim.

Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að ræða við umsækjanda.