Erindi dagsett 6. febrúar 2019 þar sem Ásgeir Már Ásgeirsson fyrir hönd Naustagötu 13 ehf., kt.480218-1080, sækir um lóð nr. 55 við Kjarnagötu. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.
Erindi dagsett 16. janúar 2020 þar sem Ásgeir Már Ásgeirsson fyrir hönd Naustagötu 13 ehf., kt. 480218-1080, óskar eftir framlenginu á framkvæmdafresti til næstu áramóta fyrir lóðina nr. 55 við Kjarnagötu.
Skipulagsráð samþykkir að veita viðbótarfrest upp á 6 mánuði.
Erindi dagsett 23. mars 2020 þar sem Ásgeir Már Ásgeirsson fyrir hönd Naustagötu 13 ehf., kt.480218-1080, skilar lóðinni nr. 53 við Kjarnagötu. Í ljósi aðstæðna óskar Naustagata 13 ehf., eftir því við Akureyrarbæ að bærinn auglýsi ekki lóðina á næstu 4 mánuðum og að þeim tíma loknum eigi fyrirtækið þess kost að kaupa lóðina aftur.
Að mati skipulagsráðs er mögulegt að veita lengri frest til framkvæmda á lóðinni í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru í samfélaginu. Aftur á móti samræmist það ekki samþykktum bæjarins að festa lóðir í ákveðinn tíma og veita ákveðnum aðilum forgang að þeim.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að ræða við umsækjanda.