Grundargata 7 - fyrirspurn vegna breytinga

Málsnúmer 2020030438

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 334. fundur - 01.04.2020

Erindi dagsett 13. mars 2020 þar sem Steinmar Heiðar Rögnvaldsson fyrir hönd Ormarslóns ehf., kt. 430316-1680, leggur inn fyrirspurn vegna fyrirhugaðrar breytingar á húsi nr. 7 við Grundargötu. Fyrirhugað er að byggja útitröppur til að koma fyrir sérinngangi fyrir hverja hæð eins og fram kemur á meðfylgjandi teikningum. Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar Íslands dagsett 30. mars 2020 þar sem fram kemur að ekki er gerð athugasemd við nýtt stigahús.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið. Að mati ráðsins er um svo óverulegt frávik frá deiliskipulagi að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn, sbr. ákvæði 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Er því ekki talið að gera þurfi breytingu á deiliskipulaginu.

Byggingarfulltrúi afgreiðir umsókn um byggingarleyfi þegar hún berst ásamt samþykki aðliggjandi lóðarhafa Grundargötu 5.