Erindi dagsett 13. mars 2020 þar sem Steinmar Heiðar Rögnvaldsson fyrir hönd Ormarslóns ehf., kt. 430316-1680, leggur inn fyrirspurn vegna fyrirhugaðrar breytingar á húsi nr. 7 við Grundargötu. Fyrirhugað er að byggja útitröppur til að koma fyrir sérinngangi fyrir hverja hæð eins og fram kemur á meðfylgjandi teikningum. Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar Íslands dagsett 30. mars 2020 þar sem fram kemur að ekki er gerð athugasemd við nýtt stigahús.
Byggingarfulltrúi afgreiðir umsókn um byggingarleyfi þegar hún berst ásamt samþykki aðliggjandi lóðarhafa Grundargötu 5.