Skipulagsráð

277. fundur 15. nóvember 2017 kl. 08:00 - 11:25 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Edward Hákon Huijbens
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Leifur Þorsteinsson staðgengill sviðsstjóra skipulagssviðs
  • Anna Bragadóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
Dagskrá
Helgi Snæbjarnarson L-lista mætti í forföllum Evu Reykjalín Elvarsdóttur.
Formaður óskaði eftir að taka liði 10. Giljaskóli - lýsing og umferðarmál út af dagskrá og setja jafnframt Sjávargötu 4 - umsókn um breytt deiliskipulag vegna verksmiðjuhúss inn á dagskrá.

1.Margrétarhagi 2 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2017110103Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. nóvember 2017 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, óskar eftir að leggja fram tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðina Margrétarhaga 2. Óskað er eftir að raðhúsaíbúðum verði fjölgað úr 5 í 6 fjölbýlishúsaíbúðir með alls 3 bifreiðageymslum þannig að hægt sé að kaupa íbúð með eða án bifreiðageymslu. Meðfylgjandi eru tillöguteikningar eftir Tryggva Tryggvason. Á fundinn komu Þröstur Sigurðsson og Tryggvi Tryggvason og kynntu málið.
Skipulagsráð þakkar hönnuðum fyrir kynninguna og frestar erindinu milli funda.

2.Holtahverfi, austan Krossanesbrautar - deiliskipulag

Málsnúmer 2016040101Vakta málsnúmer

Lögð er fram skipulagslýsing fyrir deiliskipulag Holtahverfis, austan Krossanesbrautar, dagsett 18. október 2017 og unnin af Arnþóri Tryggvasyni hjá AVH.

Skipulagsráð frestaði málinu á fundi 27. september og 25. október 2017.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.

Sigurjón Jóhannesson D-lista óskaði bókað að hann telji heppilegra að tillögur að lausn umferðamála m.a. breytingar vegna þungaflutninga yrðu unnar frekar áður en haldið er lengra með málið.

3.Óshólmar Eyjafjarðarár - umsókn um skipulag

Málsnúmer 2017110002Vakta málsnúmer

Í fundargerð Óshólmanefndar frá 19. október 2017 lið 4 er óskað eftir því að deiliskipulagsvinnan fyrir óshólmasvæðið verði tekin upp á nýjan leik.
Skipulagsráð samþykkir að deiliskipulagsvinna fyrir óshólmasvæðið verði tekin upp að nýju og skipar Sigurjón Jóhannesson í vinnuhóp fyrir verkefnið.

4.Borgarsíða 1 - fyrirspurn um viðbyggingu

Málsnúmer 2017110033Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. nóvember 2017 þar sem John Júlíus Cariglia og Þóra Pétursdóttir leggja inn fyrirspurn um hvort byggingarleyfi fáist fyrir viðbyggingu við hús nr. 1 við Borgarsíðu. Meðfylgjandi eru myndir.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Lyngholt 9 - fyrirspurn um bílgeymslu

Málsnúmer 2017100032Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 3. október 2017 þar sem Björn Þorkelsson leggur inn fyrirspurn um hvort hann fái leyfi til að byggja bílgeymslu við hús sitt nr. 9 við Lyngholt. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda á fundi 11. október 2017 að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu.

Tillagan er dagsett 6. nóvember 2017 og unnin af Arnþóri Tryggvasyni hjá AVH.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða samþykkir skipulagsráð að tillagan verði grenndarkynnt samkvæmt 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Hesjuvellir landnr. 212076 - deiliskipulag

Málsnúmer 2015080002Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 10. október 2012 að leggja fram tillögu að deiliskipulagi eignarlandsins Hesjuvellir landnúmer 212076. Heimilt verði að reisa eitt íbúðarhús ásamt bílgeymslu, allt að 350 fermetrar að flatarmáli. Skipulagslýsing var auglýst 14. október 2015 og send til umsagnar. Skipulagsnefnd vísaði þann 11. nóvember 2015 athugasemdum sem þá bárust til umsækjanda til frekari skoðunar og úrvinnslu við gerð deiliskipulagsins. Tillaga að deiliskipulagi er dagsett 3. nóvember 2017 og unnin af Ágústi Hafsteinssyni hjá Form og einnig er lögð fram athugun á fornleifum í sama landi dagsett í október 2016 og unnin af Katrínu Gunnarsdóttur fornleifafræðingi.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að kynna drög að deiliskipulagi í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Kjarnagata 51 - breytingar á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017110113Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. nóvember 2017 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 51 við Kjarnagötu. M.a. er sótt um eina innkeyrslu í bílakjallara og minnkun lofthæðar þar. Sótt er um aukna nýtingu bílakjallara og breytingu á mörkun á sérafnotahlutum. Óskað er eftir að byggingarreitur Elísabetarhaga 1 verði færður og stigahús Elísabetarhaga 1 og Kjarnagötu 51 sömuleiðis, ásamt fleiru. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem unnin verði í samráði við skipulagssvið. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Kjarnabyggð - breytingar á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017110118Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. nóvember 2017 þar sem Árni Árnason fyrir hönd Félags sumarhúsaeigenda í Kjarnabyggð, kt. 470504-2420, sækir um breytingar á deiliskipulagi fyrir hús 1-9 við Götu mánans og 1-16 við Götu norðurljósanna. Óskað er eftir að hámarksstærð húsanna verði breytt.
Skipulagsráð heimilar að lögð verði fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr., skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Goðanes 2 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2017100411Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. október 2017 þar sem Guðmundur Hjálmarsson fyrir hönd G. Hjálmarssonar hf., kt. 630196-3619, sækir um lóðarstækkun á lóð nr. 2 við Goðanes. Um er að ræðs 10.114 fermetra stækkun norðan núverandi lóðar. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsráð getur ekki orðið við erindinu að svo stöddu, þar sem lóðarstækkunin sem óskað er eftir er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag. Umsækjanda er bent á að hægt er að senda inn athugasemd við nýtt aðalskipulag þegar það verður auglýst eða óska eftir breytingu á gildandi aðalskipulagi.

10.Nökkvi, bátaskýli og þjónustuhús - fyrirspurn

Málsnúmer 2016120123Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. september 2017 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarkaupstaðar, kt. 410169-6229, óskar eftir heimild til að breyta lóðarmörkum og byggingarreit á lóð Nökkva. Skipulagsráð tók jákvætt í stækkun á byggingarreit á fundi 11. janúar 2017 og í breytingu á lóðarmörkum á fundi 27. september 2017. Tillagan er dagsett 5. október 2017 og unnin af Halldóri Jóhannssyni hjá Teikn.
Einungis er um minniháttar breytingar að ræða er varða nýtingahlutfall, stærð byggingarreits og lóðarmörk. Breytingin varðar Akureyrarkaupstað sem einnig er lóðarhafi.

Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.

11.Kjarnagata 2 - aðgengi til og frá lóð frá Miðhúsabraut

Málsnúmer 2017110100Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. nóvember 2017 þar sem Guðrún Eva Gunnarsdóttir fyrir hönd Haga hf., kt. 670203-2120, sækir um deiliskipulagsbreytingu fyrir að- og frárein að Miðhúsabraut. Meðfylgjandi er greinargerð eftir Gunnar H. Jóhannesson.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leitað verði umsagnar umhverfis- og mannvirkjasviðs.

12.Grænhóll - fjölgun lóða, breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017080029Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs þann 14. júní 2017 var sviðsstjóra skipulagssviðs falið að láta endurskoða deiliskipulag athafnasvæðisins við Grænhól með það að markmiði að færa það til fyrra horfs. Sjafnargötu 7 verður skipt upp í fjórar lóðir eins og upphaflegt deiliskipulag frá 2006 sýndi.

Skipulagstillagan var auglýst frá 13. september með athugasemdafresti til 25. október 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu bæjarins.


Engin athugasemd barst.

Þrjár umsagnir bárust:

1) Norðurorka, dagsett 19. september 2017.

Norðurorka telur breytingarnar ekki hafa áhrif á vatns-, hita eða rafveitu. Hins vegar er óskað eftir að gerð verði lóð fyrir dælustöð fráveitu við norðaustur horn svæðisins.

2) Minjastofnun Íslands, dagsett 11. október 2017.

Ekki er gerð athugasemd við deiliskipulagsbreytinguna.

Ef fornminjar sem áður voru ókunnar finnast við framkvæmd verks skal sá sem fyrir því stendur stöðva framkvæmd án tafar. Skal Minjastofnun Íslands láta framkvæma vettvangskönnun umsvifalaust svo skera megi úr um eðli og umfang fundarins. Stofnuninni er skylt að ákveða svo fljótt sem auðið er hvort verki megi fram halda og með hvaða skilmálum. Óheimilt er að halda framkvæmdum áfram nema með skriflegu leyfi Minjastofnunar Íslands.

3) Hörgársveit, dagsett 30. október 2017.

Lögð er áhersla á að breytt skipulag feli í sér fullgilda skipulagsheimild til vegtengingar milli Sjafnargötu og Lónsvegar í Hörgársveit.


Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.


Svör við umsögnum.

1) Skipulagsráð getur ekki orðið við erindinu um lóð undir fráveitu þar sem staðsetning hennar er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag. Umsækjanda er bent á að hægt er að senda inn athugasemd við nýtt aðalskipulag þegar það verður auglýst.

2) Gefur ekki tilefni til svars.

3) Skipulagsráð getur ekki orðið við erindinu um gatnatengingu þar sem það er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag. Gatnatengingin er sýnd í nýrri tillögu að aðalskipulagi 2018-2030.

13.Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - Melgerðisás

Málsnúmer 2016060068Vakta málsnúmer

Breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 fyrir Melgerðisás og Skarðshlíð var auglýst frá 13. september með athugasemdafresti til 25. október 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði, Fréttablaðinu og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu bæjarins.

Samhliða var auglýst deiliskipulag fyrir Melgerðisás og Skarðshlíð.

Athugasemdir og umsagnir eru í fylgiskjali.
Tekið til umræðu. Skipulagsráð frestar afgreiðslu málsins.

14.Melgerðisás - deiliskipulag

Málsnúmer 2015050023Vakta málsnúmer

Deiliskipulag Melgerðisáss og Skarðshlíðar var auglýst frá 13. september með athugasemdafresti til 25. október 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði, Fréttablaðinu og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu bæjarins.

Samhliða var auglýst breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 og breyting á íþróttasvæði Þórs.

Athugasemdir og umsagnir eru í fylgiskjali.
Tekið til umræðu. Skipulagsráð frestar afgreiðslu málsins.

15.Íþróttasvæði Þórs, kastsvæði - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2016100138Vakta málsnúmer

Skipulagstillagan var auglýst frá 13. september með athugasemdafresti til 25. október 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði, Fréttablaðinu og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu bæjarins.

Samhliða var auglýst breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 og skipulag fyrir Melgerðisás og Skarðshlíð.

Athugasemdir og umsagnir eru í fylgiskjali.
Tekið til umræðu. Skipulagsráð frestar afgreiðslu málsins.

16.Skólastígur 5 - umsókn um byggingarleyfi fyrir byggingu risíbúðar

Málsnúmer 2017110003Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. október 2017 þar sem Gunnar Magnússon fyrir hönd TG Eigna ehf., kt. 590214-0350, sækir um leyfi til að byggja nýtanlega rishæð til íbúðar á húsið nr. 5 við Skólastíg í tengslum við endurnýjun á þaki.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem deiliskipulag heimilar ekki fjölgun hæða og væri það einnig í ósamræmi við aðliggjandi byggð.

17.Umsóknir um styrki til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð 2016 - 2020

Málsnúmer 2016060179Vakta málsnúmer

Athygli sveitarfélaga er vakin á því að til og með 1. desember nk. er hægt að sækja um styrki úr húsafriðunarsjóði til að vinna tillögur að verndarsvæði í byggð, í samræmi við ákvæði laga nr. 87/2015 og reglugerðar nr. 575/2016 um verndarsvæði í byggð og til verkefna innan verndarsvæða í byggð.
Skipulagsráð samþykkir að sækja um styrk vegna verndarsvæða í byggð og felur skipulagsstjóra að undirbúa umsókn fyrir elsta hluta Oddeyrar.

18.Langholt 1 - umsókn um byggingarleyfi fyrir stækkun

Málsnúmer 2017110110Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. nóvember 2017 þar sem Aðalsteinn Snorrason fyrir hönd Reita I ehf., kt. 510907-0940, sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun húss nr. 1 við Langholt. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Aðalstein Snorrason.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og telur stækkun hússins minniháttar og hafa ekki áhrif á nágranna. Skipulagsstjóra er falið að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

19.Reglur um lóðaveitingar - endurskoðun 2015

Málsnúmer 2015030039Vakta málsnúmer

Skipulagnefnd fól Tryggva Má Ingvarssyni og Edward Hákoni Huijbens á fundi 23. mars 2016 að leggja fram tillögur til endurskoðunar reglna um lóðaveitingar. Skipulagsráð frestaði málinu á fundi 29. mars og 31. maí 2017. Tillaga að endurskoðuðum reglum er nú lögð fram ásamt umsögn bæjarlögmanns. Skipulagsráð frestaði afgreiðslu á fundi 25. október 2017.
Skipulagsráð samþykkir endurskoðaðar reglur um lóðaveitingar og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

20.Sviðsstjóri skipulagssviðs - ráðning

Málsnúmer 2017100390Vakta málsnúmer

Þar sem sviðsstjóri skipulagssviðs mun láta af störfum að eigin ósk fyrri hluta næsta árs, þarf að taka ákvörðun um auglýsingu starfsins. Sviðsstjóri er jafnframt skipulags- og byggingarfulltrúi og þarf að huga að framtíðarskipan þess starfs. Það er mat sviðsstjóra að skipta beri starfi skipulags- og byggingarfulltrúa upp, þar sem þetta eru ólík störf sem krefjast ólíkrar þekkingar. Það eykur jafnframt valmöguleika í starf skipulagsfulltrúa, sem þarf þá ekki að hafa réttindi til að skila inn aðaluppdráttum fyrir byggingarleyfi.

Skipulagsráð frestaði málinu á fundi 25. október 2017 og fól sviðsstjóra að gera tillögu að auglýsingu starfsins. Tillaga sviðsstjóra lögð fram, þar sem lagt er til að samhliða verði auglýst staða arkitekts við skipulagssvið.
Skipulagsráð fellst á að staða sviðsstjóra skipulagssviðs verði auglýst í samræmi við tillögu sviðsstjóra.

21.Hestamannafélagið Léttir - ósk um lækkaðan hámarkshraða við hesthúsahverfin

Málsnúmer 2017110019Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. október 2017 frá Sigfúsi Ólafi Helgasyni fyrir hönd Hestamannafélagsins Léttis, kt. 430269-6749, þar sem óskað er eftir að hámarkshraði ökutækja verði lækkaður í 30 km. á klukkustund við hesthúsin í Breiðholtshverfi og Hlíðarholtshverfi til að draga úr slysahættu.
Skipulagsráð frestar erindinu og óskar eftir umsögn deildafundar skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs.

22.Munkaþverárstræti 3 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016120141Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. október 2017 þar sem Kristinn P. Magnússon sækir um að breyta íbúðarhluta kjallara húss nr. 3 við Munkaþverárstræti í atvinnuhúsnæði til útleigu með rekstrarleyfi.
Skipulagsráð hafnar því að íbúðin verði skilgreind sem atvinnuhúsnæði innan íbúðasvæðis þar sem það er í ósamræmi við aðalskipulag.

23.Jaðarsíða 2 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2017110001Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. október 2017 þar sem Sigfús Heiðarsson og Elfa Rán Rúnarsdóttir sækja um lóð nr. 2 við Jaðarsíðu. Meðfylgjandi er tilboð og yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir að úthluta umsækjendum lóðinni. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingaskilmálum gilda. Umsókn um undanþágu frá gatnagerðargjöldum er vísað til bæjarráðs.

24.Jaðarsíða 17-23 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2017060211Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 9. nóvember 2017 þar sem Jón Ingi Sveinsson fyrir hönd Kötlu ehf., kt. 601285-0299, sækir um endurúthlutun á lóðinni nr. 17-23 við Jaðarsíðu. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka. Vegna mikils jarðvegsdýpis á lóðinni býður umsækjandi fast verð í lóðina, gatnagerðargjald.
Skipulagsráð samþykkir að endurúthluta umsækjanda lóðinni. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingaskilmálum gilda. Umsókn um undanþágu frá gatnagerðargjöldum er vísað til bæjarráðs.

25.Laxagata 2 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2017110107Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. nóvember 2017 þar sem Hermann Beck og Elísabet Karlsdóttir sækja um byggingarleyfi fyrir breytingu á húsi nr. 2 við Laxagötu. Sótt er um að breyta gluggum í kjallara, setja svalir og hurð á suðurenda i risi og útihurð á suðurenda kjallara. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Þorvald Jónsson. Húsið er á miðbæjarsvæði.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að afgreiða umsókn um byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

26.Brekkugata 4 - einbýlishúsi breytt í gistiheimili

Málsnúmer 2017110116Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. nóvember 2017 þar sem Daníel Snorrason fyrir hönd Hótels Akureyrar ehf., kt. 640912-0220, sækir um breytingu á skráningu húseignar nr. 4 við Brekkugötu út einbýlishúsi í gistiheimili. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson. Húsið er á miðbæjarsvæði.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að afgreiða umsókn um byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

27.Naustagata 13 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2017110088Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. nóvember 2017 þar sem Var þróunarfélag ehf., kt. 610515-0370, sækir um lóð nr. 13 við Naustagötu. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð getur ekki orðið við erindinu þar sem lóðin hefur ekki verið auglýst laus til umsóknar en felur sviðsstjóra að auglýsa lóðina lausa til umsóknar.

28.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2017

Málsnúmer 2017010027Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 25. október 2017. Lögð var fram fundargerð 651. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum.
Lagt fram til kynningar.

29.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2017

Málsnúmer 2017010027Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 2. nóvember 2017. Lögð var fram fundargerð 652. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 9 liðum.
Lagt fram til kynningar.

30.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2017

Málsnúmer 2017010027Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 9. nóvember 2017. Lögð var fram fundargerð 653. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 7 liðum.
Lagt fram til kynningar.

31.Sjávargata 4 - umsókn um breytt deiliskipulag vegna verksmiðjuhúss

Málsnúmer 2017100054Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. október 2017 þar sem Gísli Kristinsson fyrir hönd Bústólpa ehf., kt. 541299-3009, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir hafnarsvæði sunnan Glerár vegna húss nr. 4 við Sjávargötu.

Erindið var grenndarkynnt frá 2. nóvember og lauk 14. nóvember 2017 með samþykki allra sem grenndarkynninguna fengu.

Tvær umsagnir bárust.

1) Isavia, dagsett 30. október 2017.

Ekki er gerð athugasemd við deiliskipulagsbreytinguna en vakin athygli á að ef reisa á byggingarkrana eða slíkt vegna framkvæmda á svæðinu þarf að vinna það í góðu samráði við Isavia og Samgöngustofu. Bent er á að á umræddu svæði gilda skipulagsreglur fyrir Akureyrarflugvöll og er hindranasvæði í 40-45 m.y.s.

2) Hafnasamlag Norðurlands, dagsett 3. nóvember 2017.

Engar athugasemdir eru gerðar.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

Byggingaframkvæmdir á svæðinu skal vinna í samráði við Isavia og Samgöngustofu vegna flugöryggis.

Fundi slitið - kl. 11:25.