Lagt fram að nýju erindi dagsett 24. október 2017 þar sem Guðmundur Hjálmarsson fyrir hönd G. Hjálmarssonar hf., kt. 630196-3619, sækir um lóðarstækkun á lóð nr. 2 við Goðanes. Um er að ræða 10.114 fermetra stækkun norðan núverandi lóðar. Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir fyrirhugaða stækkun. Á fundi skipulagsráðs 15. nóvember 2017 var bókað að ekki væri hægt að verða við beiðni um stækkun vegna ósamræmis við aðalskipulag. Í nýstaðfestu aðalskipulagi hefur athafnasvæðið verið stækkað til að gera ráð fyrir mögulegri lóðarstækkun. Guðmundur Hjálmarsson ítrekar fyrra erindi um lóðarstækkun með bréfi dagsettu 14. júní 2018.