Goðanes 2 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2017100411

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 277. fundur - 15.11.2017

Erindi dagsett 24. október 2017 þar sem Guðmundur Hjálmarsson fyrir hönd G. Hjálmarssonar hf., kt. 630196-3619, sækir um lóðarstækkun á lóð nr. 2 við Goðanes. Um er að ræðs 10.114 fermetra stækkun norðan núverandi lóðar. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsráð getur ekki orðið við erindinu að svo stöddu, þar sem lóðarstækkunin sem óskað er eftir er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag. Umsækjanda er bent á að hægt er að senda inn athugasemd við nýtt aðalskipulag þegar það verður auglýst eða óska eftir breytingu á gildandi aðalskipulagi.

Skipulagsráð - 295. fundur - 11.07.2018

Lagt fram að nýju erindi dagsett 24. október 2017 þar sem Guðmundur Hjálmarsson fyrir hönd G. Hjálmarssonar hf., kt. 630196-3619, sækir um lóðarstækkun á lóð nr. 2 við Goðanes. Um er að ræða 10.114 fermetra stækkun norðan núverandi lóðar. Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir fyrirhugaða stækkun. Á fundi skipulagsráðs 15. nóvember 2017 var bókað að ekki væri hægt að verða við beiðni um stækkun vegna ósamræmis við aðalskipulag. Í nýstaðfestu aðalskipulagi hefur athafnasvæðið verið stækkað til að gera ráð fyrir mögulegri lóðarstækkun. Guðmundur Hjálmarsson ítrekar fyrra erindi um lóðarstækkun með bréfi dagsettu 14. júní 2018.
Skipulagsráð samþykkir að fela sviðsstjóra skipulagssviðs að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi til samræmis við fyrirliggjandi umsókn um lóðarstækkun í samráði við eigendur nágrannalóða. Umsækjandi greiði kostnað við breytingu deiliskipulagsins.
Fylgiskjöl:

Skipulagsráð - 307. fundur - 16.01.2019

Á fundi skipulagsráðs 13. júlí 2018 var samþykkt að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Goðanes 2 í samráði við eigendur nágrannalóðar. Meðfylgjandi tillaga að stækkun lóðarinnar var kynnt og barst athugasemd frá húsfélagi Freyjuness 10 sbr. meðfylgjandi bréf dagsett 5. desember 2018. Er þar gerð athugasemd við að lóðin Goðanes 2 fari of nálægt lóðinni og í staðinn óskað eftir að lóðin Freyjunes 10 verði einnig stækkuð. Fyrir liggur tölvupóstur að lóðarhafi Goðaness 2 gerir ekki athugasemd við þá stækkun.
Skipulagsráð samþykkir að unnin verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi þar sem gert verði ráð fyrir stækkun bæði Goðaness 2 og Freyjuness 10 í samræmi við fyrirliggjandi gögn.

Skipulagsráð - 311. fundur - 13.03.2019

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Goðaness 2. Í breytingunni felst að lóðin stækkar um 9.509,4 m² til austurs og verður 26.698,1 m² eftir stækkun. Drög að breytingu hafa þegar verið kynnt aðliggjandi lóðarhöfum og var afmörkun lóðar breytt í kjölfar athugasemda þar um frá lóðarhöfum Freyjuness 10.
Að mati skipulagsráðs er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og í ljósi þess að drög að lóðarstækkun hafa þegar verið kynnt og tekið tillit til athugasemda sem bárust er ekki talin þörf á að grenndarkynna breytinguna sbr. heimild í 2. ml. 3. gr. 44. gr. skipulagslaga.

Breytingin er samþykkt.

Skipulagsráð - 355. fundur - 31.03.2021

Erindi dagsett 24. október 2017 þar sem Guðmundur Hjálmarsson fyrir hönd G. Hjálmarssonar hf. sækir um lóðarstækkun á lóð nr. 2 við Goðanes. Um er að ræða ca 9509 fermetra stækkun norðan núverandi lóðar til samræmis við gildandi deiliskipulag.
Skipulagsráð samþykkir stækkun lóðarinnar til samræmis við gildandi deiliskipulag.