Jaðarsíða 2 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2017110001

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 277. fundur - 15.11.2017

Erindi dagsett 31. október 2017 þar sem Sigfús Heiðarsson og Elfa Rán Rúnarsdóttir sækja um lóð nr. 2 við Jaðarsíðu. Meðfylgjandi er tilboð og yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir að úthluta umsækjendum lóðinni. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingaskilmálum gilda. Umsókn um undanþágu frá gatnagerðargjöldum er vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3577. fundur - 23.11.2017

23. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 15. nóvember 2017:

Erindi dagsett 31. október 2017 þar sem Sigfús Heiðarsson og Elfa Rán Rúnarsdóttir sækja um lóð nr. 2 við Jaðarsíðu. Meðfylgjandi er tilboð og yfirlýsing viðskiptabanka.

Skipulagsráð samþykkir að úthluta umsækjendum lóðinni. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingaskilmálum gilda. Umsókn um undanþágu frá gatnagerðargjöldum er vísað til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hafnar ósk um undanþágu frá gatnagerðargjöldum og vísar í gjaldskrá gatnagerðargjalda í Akureyrarkaupstað og gr. 5.3 í gjaldskránni þar sem fjallað er um sérstaka lækkun vegna jarðvegsdýpis.