Kjarnagata 2 - aðgengi til og frá lóð frá Miðhúsabraut

Málsnúmer 2017110100

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 277. fundur - 15.11.2017

Erindi dagsett 7. nóvember 2017 þar sem Guðrún Eva Gunnarsdóttir fyrir hönd Haga hf., kt. 670203-2120, sækir um deiliskipulagsbreytingu fyrir að- og frárein að Miðhúsabraut. Meðfylgjandi er greinargerð eftir Gunnar H. Jóhannesson.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leitað verði umsagnar umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Skipulagsráð - 291. fundur - 18.05.2018

Erindi dagsett 7. nóvember 2017 þar sem Guðrún Eva Gunnarsdóttir fyrir hönd Haga hf., kt. 670203-2120, sækir um deiliskipulagsbreytingu fyrir að- og frárein að Miðhúsabraut. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 15. nóvember 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
Skipulagsráð frestar erindinu.

Skipulagsráð - 292. fundur - 30.05.2018

Erindi dagsett 7. nóvember 2017 þar sem Guðrún Eva Gunnarsdóttir fyrir hönd Haga hf., kt. 670203-2120, sækir um deiliskipulagsbreytingu fyrir að- og frárein að Miðhúsabraut. Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 18. maí 2018.
Skipulagsráð frestar erindinu þar til uppfærð gögn hafa borist.

Skipulagsráð - 293. fundur - 20.06.2018

Lagt fram að nýju erindi Guðrúnar Evu Gunnarsdóttur dagsett 2. nóvember 2017, f.h. Haga hf. kt. 670203-2120, þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi vegna nýrrar tengingar Kjarnagötu 2 við Miðhúsabraut. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi 31. maí 2018. Deiliskipulagsbreyting dagsett 1. júní 2018 er lögð fram með erindinu ásamt minnisblaði Verkís dagsett 3. maí 2018.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með fyrirvara um að gert verði ráð fyrir aðrein (vasa) frá Miðhúsabraut inn á lóð Kjarnagötu 2 til að bæta umferðaröryggi.

Bæjarstjórn - 3437. fundur - 26.06.2018

5. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 20. júní 2018:

Lagt fram að nýju erindi Guðrúnar Evu Gunnarsdóttur dagsett 2. nóvember 2017, f.h. Haga hf. kt. 670203-2120, þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi vegna nýrrar tengingar Kjarnagötu 2 við Miðhúsabraut. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi 31. maí 2018. Deiliskipulagsbreyting dagsett 1. júní 2018 er lögð fram með erindinu ásamt minnisblaði Verkís dagsett 3. maí 2018.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með fyrirvara um að gert verði ráð fyrir aðrein (vasa) frá Miðhúsabraut inn á lóð Kjarnagötu 2 til að bæta umferðaröryggi.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsráð - 301. fundur - 26.09.2018

Lögð fram að lokinni auglýsingu tilllaga að breytingu á deiliskipulagi Naustahverfis á svæði milli Kjarnagötu 2 og Miðhúsabrautar.

Í breytingunni felst að fyrirhuguð aðkoma að lóðinni Kjarnagata 2 frá Miðhúsabraut færist til vesturs auk þess sem nú er gert ráð fyrir bæði inn- og útakstri frá lóðinni en ekki bara innakstri eins og í gildandi deiliskipulagi. Þá breytast mörk skipulagssvæðisins lítillega auk þess sem gert verður ráð fyrir miðeyju á hluta Miðhúsabrautar til að aðskilja akstursstefnu. Tillagan var auglýst 9. ágúst til 20. september 2018 og bárust engar athugasemdir. Fyrir liggur umsögn Vegagerðarinnar dagsett 17. september þar sem ekki er gerð athugasemd við tillöguna.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að annast gildistöku deiliskipulagsbreytingarinnar skv. 42. gr. skipulagslaga nr.123/2010 með síðari breytingum.