Á fundi skipulagsráðs þann 14. júní 2017 var sviðsstjóra skipulagssviðs falið að láta endurskoða deiliskipulag athafnasvæðisins við Grænhól með það að markmiði að færa það til fyrra horfs. Sjafnargötu 7 verður skipt upp í fjórar lóðir eins og upphaflegt deiliskipulag frá 2006 sýndi.
Skipulagstillagan var auglýst frá 13. september með athugasemdafresti til 25. október 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu bæjarins.
Engin athugasemd barst.
Þrjár umsagnir bárust:
1) Norðurorka, dagsett 19. september 2017.
Norðurorka telur breytingarnar ekki hafa áhrif á vatns-, hita eða rafveitu. Hins vegar er óskað eftir að gerð verði lóð fyrir dælustöð fráveitu við norðaustur horn svæðisins.
2) Minjastofnun Íslands, dagsett 11. október 2017.
Ekki er gerð athugasemd við deiliskipulagsbreytinguna.
Ef fornminjar sem áður voru ókunnar finnast við framkvæmd verks skal sá sem fyrir því stendur stöðva framkvæmd án tafar. Skal Minjastofnun Íslands láta framkvæma vettvangskönnun umsvifalaust svo skera megi úr um eðli og umfang fundarins. Stofnuninni er skylt að ákveða svo fljótt sem auðið er hvort verki megi fram halda og með hvaða skilmálum. Óheimilt er að halda framkvæmdum áfram nema með skriflegu leyfi Minjastofnunar Íslands.
3) Hörgársveit, dagsett 30. október 2017.
Lögð er áhersla á að breytt skipulag feli í sér fullgilda skipulagsheimild til vegtengingar milli Sjafnargötu og Lónsvegar í Hörgársveit.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan, þannig breytt, verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.