Kjarnagata 51 - breytingar á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017110113

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 277. fundur - 15.11.2017

Erindi dagsett 9. nóvember 2017 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 51 við Kjarnagötu. M.a. er sótt um eina innkeyrslu í bílakjallara og minnkun lofthæðar þar. Sótt er um aukna nýtingu bílakjallara og breytingu á mörkun á sérafnotahlutum. Óskað er eftir að byggingarreitur Elísabetarhaga 1 verði færður og stigahús Elísabetarhaga 1 og Kjarnagötu 51 sömuleiðis, ásamt fleiru. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem unnin verði í samráði við skipulagssvið. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 279. fundur - 13.12.2017

Erindi dagsett 9. nóvember 2017 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 51 við Kjarnagötu. M.a. er sótt um eina innkeyrslu í bílakjallara og minnkun lofthæðar þar. Sótt er um aukna nýtingu bílakjallara og breytingu á mörkum sérafnotahluta á lóð. Óskað er eftir að byggingarreitur Elísabetarhaga 1 verði færður til á lóðinni og stigahús og svalir Elísabetarhaga 1 og Kjarnagötu 51 megi ná út fyrir byggingarreit ásamt fleiru.

Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 15. nóvember 2017 að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu. Tillagan er dagsett 13. desember 2017 og unnin af Ómari Ívarssyn, Landslagi.
Skipulagsráð samþykkir að tillagan verði grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr.

43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 282. fundur - 24.01.2018

Erindi dagsett 9. nóvember 2017 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 51 við Kjarnagötu. M.a. er sótt um eina innkeyrslu í bílakjallara og minnkun lofthæðar í bílageymslu. Sótt er um aukið nýtingarhlutfall bílakjallara og breytingu á mörkum sérafnotaflata á lóð. Óskað er eftir að byggingarreitur Elísabetarhaga 1 verði færður til á lóðinni og stigahús og svalir Elísabetarhaga 1 og Kjarnagötu 51 megi ná út fyrir byggingarreit ásamt fleiru. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 15. nóvember 2017 að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu.

Tillagan er dagsett 13. desember 2017 og unnin af Ómari Ívarssyn, Landslagi.

Erindið var grenndarkynnt þann 15. desember 2017 með athugasemdafresti til 15. janúar 2018. Engin athugasemd barst.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

Bæjarstjórn - 3428. fundur - 06.02.2018

4. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 24. janúar 2018:

Erindi dagsett 9. nóvember 2017 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 51 við Kjarnagötu. M.a. er sótt um eina innkeyrslu í bílakjallara og minnkun lofthæðar í bílageymslu. Sótt er um aukið nýtingarhlutfall bílakjallara og breytingu á mörkum sérafnotaflata á lóð. Óskað er eftir að byggingarreitur Elísabetarhaga 1 verði færður til á lóðinni og stigahús og svalir Elísabetarhaga 1 og Kjarnagötu 51 megi ná út fyrir byggingarreit ásamt fleiru. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 15. nóvember 2017 að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu.

Tillagan er dagsett 13. desember 2017 og unnin af Ómari Ívarssyn, Landslagi.

Erindið var grenndarkynnt þann 15. desember 2017 með athugasemdafresti til 15. janúar 2018. Engin athugasemd barst.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.