Skipulagslýsing fyrir Holtahverfi norður var auglýst skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 6. desember 2017.
Þrjár umsagnir bárust:
1. Vegagerðin, dagsett 20. desember 2017.
a) Við hönnun göngustígs meðfram Hörgárbraut þarf að gera ráð fyrir þeim möguleika að gatan verði breikkuð með fjölgun akgreina til norðurs.
b) Skoða þarf tengingar Sjónarhóls og Hrauns við Hörgárbraut en þær eru óæskilegar með tilliti til umferðaröryggis.
c) Skoða þarf stíga og stoppistöð til móts við Hraun með það í huga að einfalda svæðið.
d) Helgunarsvæði stofnvega líkt og Hörgárbrautar eru 30 metrar frá miðlínu auk þess er kveðið á um lágmarksfjarlægð milli bygginga og vega. Hafa þarf samráð við Vegagerðina í samræmi við þetta.
e) Farið er fram á að fá tillögu að deiliskipulagi til umsagnar þegar hún liggur fyrir.
2. Minjastofnun Íslands, dagsett 20. desember 2017.
Skráning fornleifa, húsa og mannvirkja skal fara fram áður en gengið er frá aðalskipulagi eða deiliskipulagi. Fornleifaskráningu skal vinna í samræmi við staðla Minjastofnunar Íslands. Skrá skal friðuð, friðlýst og varðveisluverð hús, húsasamstæður og mannvirki og gera skal húsahönnun.
3. Skipulagsstofnun, dagsett 14. desember 2017.
Skipulagsstofnun telur að lýsingin geri ágætlega grein fyrir áherslum og markmiðum sem höfð verða að leiðarljósi við skipulagsvinnuna. Hins vegar er ekki greint á fullnægjandi hátt frá því hvernig staðið verði að kynningu og samráði við gerð deiliskipulagsins né heldur hvernig staðið verði að umhverfismati fyrirhugaðs deiliskipulags. Minnt er á að meta skal áhrif að fyrirhuguðum skipulagsáformum samanber grein 5.4 í skipulagsreglugerð.
Einnig er lagt fram bréf frá fjölskyldusviði og búsetusviði Akureyrarbæjar um þörf á húsnæði fyrir skjólstæðinga sviðanna.