Holtahverfi, austan Krossanesbrautar - deiliskipulag

Málsnúmer 2016040101

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 229. fundur - 27.04.2016

Skipulagsstjóri leggur til að gert verði deiliskipulag fyrir íbúðahverfi sem nær til svæðis vestan Sandgerðisbótar austan og út með Krossanesbraut skv. framlögðum uppdrætti með tillögu að afmörkun. Skipulagsstjóri kynnti yfirlit yfir fyrirhuguð deiliskipulagsverkefni á árinu.
Skipulagsnefnd frestar málinu milli funda.

Skipulagsnefnd - 231. fundur - 11.05.2016

Tekin fyrir að nýju tillaga skipulagsstjóra um að gert verði deiliskipulag fyrir íbúðahverfi sem nær til svæðis vestan Sandgerðisbótar austan og út með Krossanesbraut skv. framlögðum uppdrætti með tillögu að afmörkun. Skipulagsstjóri kynnti yfirlit yfir fyrirhuguð deiliskipulagsverkefni á árinu.
Skipulagsnefnd samþykkir að hefja vinnu við gerð deiliskipulags íbúðahverfis og felur skipulagsstjóra að semja við skipulagshönnuð um verkið.

Skipulagsráð - 257. fundur - 08.03.2017

Helgi Snæbjarnarson L-lista mætti í forföllum Evu Reykjalín Elvarsdóttur.
Skipulagsnefnd samþykkti þann 11. maí 2016 að hefja vinnu við gerð deiliskipulags Holtahverfis og svæðisins austan Krossanesbrautar. Sviðsstjóri kynnti verkefnið.
Lagt fram til kynningar.

Skipulagsráð - 259. fundur - 29.03.2017

Skipulagsnefnd samþykkti þann 11. maí 2016 að hefja vinnu við gerð deiliskipulags Holtahverfis og svæðisins austan Krossanesbrautar. Lagt er til að stofnaður verði launaður vinnuhópur og er meðfylgjandi tillaga að umfangi og tímaáætlun.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu og tilnefnir Tryggva Má Ingvarsson B-lista og Edward Hákon Huijbens V-lista í vinnuhópinn. Vísað er til bæjarráðs ósk um fjárveitingu fyrir vinnuhópinn.

Bæjarráð - 3551. fundur - 06.04.2017

13. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 29. mars 2017:

Skipulagsnefnd samþykkti þann 11. maí 2016 að hefja vinnu við gerð deiliskipulags Holtahverfis og svæðisins austan Krossanesbrautar. Lagt er til að stofnaður verði launaður vinnuhópur og er meðfylgjandi tillaga að umfangi og tímaáætlun.

Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu og tilnefnir Tryggva Má Ingvarsson B-lista og Edward Hákon Huijbens V-lista í vinnuhópinn. Vísað er til bæjarráðs ósk um fjárveitingu fyrir vinnuhópinn.
Bæjarráð vísar málinu aftur til skipulagsráðs og felur þeim að leggja fram ósk um viðauka vegna málsins í samræmi við nýsamþykktar verklagsreglur um viðauka.

Skipulagsráð - 260. fundur - 12.04.2017

Skipulagsráð vísaði til bæjarráðs þann 29. mars 2017 ósk um fjárveitingu fyrir vinnuhóp við gerð deiliskipulags Holtahverfis og svæðisins austan Krossanesbrautar. Bæjarráð tók málið fyrir 6. apríl 2017 og vísaði því aftur til skipulagsráðs og fól þeim að leggja fram ósk um viðauka vegna málsins í samræmi við nýsamþykktar verklagsreglur um viðauka.

Skipulagsráð tekur málið fyrir til seinni umræðu í samræmi við reglur um gerð og meðferð viðauka við fjárhagsáætlun hjá Akureyrarbæ.
Skipulagsráð telur að kostnaður vegna launa vinnuhópsins rúmist innan fjárhagsáætlunar ársins.

Skipulagsráð - 274. fundur - 27.09.2017

Lögð er fram skipulagslýsing fyrir deiliskipulag Holtahverfis, austan Krossanesbrautar, dagsett 21. september 2017 og unnin af Arnþóri Tryggvasyni hjá AVH.
Lagt fram. Skipulagsráð frestar erindinu milli funda.

Skipulagsráð - 276. fundur - 25.10.2017

Lögð er fram skipulagslýsing fyrir deiliskipulag Holtahverfis, austan Krossanesbrautar, dagsett 18. október 2017 og unnin af Arnþóri Tryggvasyni hjá AVH.

Skipulagsráð frestaði málinu á fundi 27. september 2017.
Tekið til umræðu og frestað milli funda.

Skipulagsráð - 277. fundur - 15.11.2017

Lögð er fram skipulagslýsing fyrir deiliskipulag Holtahverfis, austan Krossanesbrautar, dagsett 18. október 2017 og unnin af Arnþóri Tryggvasyni hjá AVH.

Skipulagsráð frestaði málinu á fundi 27. september og 25. október 2017.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.

Sigurjón Jóhannesson D-lista óskaði bókað að hann telji heppilegra að tillögur að lausn umferðamála m.a. breytingar vegna þungaflutninga yrðu unnar frekar áður en haldið er lengra með málið.

Bæjarstjórn - 3423. fundur - 21.11.2017

2. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 15. nóvember 2017:

Lögð er fram skipulagslýsing fyrir deiliskipulag Holtahverfis, austan Krossanesbrautar, dagsett 18. október 2017 og unnin af Arnþóri Tryggvasyni hjá AVH.

Skipulagsráð frestaði málinu á fundi 27. september og 25. október 2017.Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.

Sigurjón Jóhannesson D-lista óskaði bókað að hann telji heppilegra að tillögur að lausn umferðamála m.a. breytingar vegna þungaflutninga yrðu unnar frekar áður en haldið er lengra með málið.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.Bæjarfulltrúar D-lista taka undir bókun Sigurjóns Jóhannessonar D-lista í skipulagsráði.

Skipulagsráð - 280. fundur - 10.01.2018

Skipulagslýsing fyrir Holtahverfi norður var auglýst skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 6. desember 2017.

Þrjár umsagnir bárust:

1. Vegagerðin, dagsett 20. desember 2017.

a) Við hönnun göngustígs meðfram Hörgárbraut þarf að gera ráð fyrir þeim möguleika að gatan verði breikkuð með fjölgun akgreina til norðurs.

b) Skoða þarf tengingar Sjónarhóls og Hrauns við Hörgárbraut en þær eru óæskilegar með tilliti til umferðaröryggis.

c) Skoða þarf stíga og stoppistöð til móts við Hraun með það í huga að einfalda svæðið.

d) Helgunarsvæði stofnvega líkt og Hörgárbrautar eru 30 metrar frá miðlínu auk þess er kveðið á um lágmarksfjarlægð milli bygginga og vega. Hafa þarf samráð við Vegagerðina í samræmi við þetta.

e) Farið er fram á að fá tillögu að deiliskipulagi til umsagnar þegar hún liggur fyrir.

2. Minjastofnun Íslands, dagsett 20. desember 2017.

Skráning fornleifa, húsa og mannvirkja skal fara fram áður en gengið er frá aðalskipulagi eða deiliskipulagi. Fornleifaskráningu skal vinna í samræmi við staðla Minjastofnunar Íslands. Skrá skal friðuð, friðlýst og varðveisluverð hús, húsasamstæður og mannvirki og gera skal húsahönnun.

3. Skipulagsstofnun, dagsett 14. desember 2017.

Skipulagsstofnun telur að lýsingin geri ágætlega grein fyrir áherslum og markmiðum sem höfð verða að leiðarljósi við skipulagsvinnuna. Hins vegar er ekki greint á fullnægjandi hátt frá því hvernig staðið verði að kynningu og samráði við gerð deiliskipulagsins né heldur hvernig staðið verði að umhverfismati fyrirhugaðs deiliskipulags. Minnt er á að meta skal áhrif að fyrirhuguðum skipulagsáformum samanber grein 5.4 í skipulagsreglugerð.Einnig er lagt fram bréf frá fjölskyldusviði og búsetusviði Akureyrarbæjar um þörf á húsnæði fyrir skjólstæðinga sviðanna.
Skipulagsráð vísar innkomnum umsögnum og bréfi fjölskyldusviðs til vinnslu deiliskipulagsins.

Skipulagsráð - 286. fundur - 28.02.2018

Skipulagslýsing fyrir Holtahverfi norður var auglýst skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 6. desember 2017. Skipulagsráð vísaði innkomnum umsögnum til vinnslu deiliskipulagsins.

Á fundinn kom Arnþór Tryggvason á AVH og kynnti drög að deiliskipulagi svæðisins.
Skipulagsráð þakkar Arnþóri fyrir kynninguna.

Skipulagsráð - 299. fundur - 12.09.2018

Lögð fram til kynningar tillaga að deiliskipulagi Holtahverfis norður, svæðis sem í aðalskipulagi er merkt sem ÍB17 og ÍB18 auk VÞ17. Afmarkast deiliskipulagssvæðið af Undirhlíð í suðaustri, Hörgárbraut í suðri, Hlíðarbraut og athafnasvæði í Krossaneshaga í vestri, Krossanesbryggju í norðri, strandlengjunni að norðan og iðnaðar- og hafnarsvæðinu við Sandgerðisbót að austan. Stærð svæðisins er 42,3 ha að flatarmáli.
Afgreiðslu frestað.

Skipulagsráð - 317. fundur - 12.06.2019

Unnið hefur verið að gerð deiliskipulags fyrir Holtahverfi norður, svæði sem í aðalskipulagi er merkt sem ÍB17, ÍB18 og VÞ17. Einn hluti af skipulagsvinnunni hefur verið að skoða hvort afmarka eigi byggingarsvæði fyrir uppbyggingu Búfesti til samræmis við viljayfirlýsingu félagsins og Akureyrarbæjar frá 5. janúar 2018.Er lagt fram bréf frá Búfesti hsf. dagsett 7. júní 2019 þar sem kynnt er tillaga félagsins að uppbyggingu á svæðinu. Í meðfylgjandi greinargerð er síðan gerð nánari grein fyrir uppbyggingunni í máli og myndum.
Skipulagsráð tekur jákvætt í fyrirliggjandi tillögur að skipulagi svæðisins og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að vinna að því að samræma þær inn í tillögu að deiliskipulagi sem verið er að vinna fyrir Holtahverfi.

Skipulagsráð - 323. fundur - 25.09.2019

Arnþór Tryggvason skipulagsfræðingur hjá AVH kynnti tilllögu að deiliskipulagi fyrir Holtahverfi norður, svæði sem í aðalskipulagi er merkt sem ÍB17, ÍB18 og VÞ17. Samkvæmt tillögunni eru afmörkuð fjögur ný uppbyggingarsvæði fyrir íbúðir auk einnar nýrrar lóðar fyrir verslun- og þjónustu.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.