Lyngholt 9 - fyrirspurn um bílgeymslu

Málsnúmer 2017100032

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 275. fundur - 11.10.2017

Erindi móttekið 3. október 2017 þar sem Björn Þorkelsson leggur inn fyrirspurn um hvort hann fái leyfi til að byggja bílgeymslu við hús sitt nr. 9 við Lyngholt samkvæmt meðfylgjandi teikningu.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, sem síðan verði grenndarkynnt samkvæmt 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 277. fundur - 15.11.2017

Erindi móttekið 3. október 2017 þar sem Björn Þorkelsson leggur inn fyrirspurn um hvort hann fái leyfi til að byggja bílgeymslu við hús sitt nr. 9 við Lyngholt. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda á fundi 11. október 2017 að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu.

Tillagan er dagsett 6. nóvember 2017 og unnin af Arnþóri Tryggvasyni hjá AVH.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða samþykkir skipulagsráð að tillagan verði grenndarkynnt samkvæmt 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 280. fundur - 10.01.2018

Erindi móttekið 3. október 2017 þar sem Björn Þorkelsson leggur inn fyrirspurn um hvort hann fái leyfi til að byggja bílgeymslu við hús sitt nr. 9 við Lyngholt. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda á fundi 11. október 2017 að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu. Tillagan er dagsett 6. nóvember 2017 og unnin af Arnþóri Tryggvasyni hjá AVH.

Tillagan var grenndarkynnt 16. nóvember með athugasemdafresti til 15. desember 2017.

Engin athugasemd barst.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

Bæjarstjórn - 3427. fundur - 23.01.2018

8. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 10. janúar 2018:

Erindi móttekið 3. október 2017 þar sem Björn Þorkelsson leggur inn fyrirspurn um hvort hann fái leyfi til að byggja bílgeymslu við hús sitt nr. 9 við Lyngholt. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda á fundi 11. október 2017 að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu.

Tillagan er dagsett 6. nóvember 2017 og unnin af Arnþóri Tryggvasyni hjá AVH.

Tillagan var grenndarkynnt 16. nóvember með athugasemdafresti til 15. desember 2017. Engin athugasemd barst.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.
Fylgiskjöl:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 677. fundur - 09.05.2018

Erindi dagsett 4. maí 2018 þar sem Arnþór Tryggvason fyrir hönd Jóhanns Elvars Tryggvasonar sækir um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu og þaksvölum við húss nr. 9 við Lyngholt. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 683. fundur - 05.07.2018

Erindi dagsett 4. maí 2018 þar sem Arnþór Tryggvason fyrir hönd Jóhanns Elvars Tryggvasonar sækir um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu og þaksvölum við hús nr. 9 við Lyngholt. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar nýjar teikningar 29. júní 2018.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 688. fundur - 16.08.2018

Erindi dagsett 4. maí 2018 þar sem Arnþór Tryggvason fyrir hönd Jóhanns Elvars Tryggvasonar sækir um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu og þaksvölum við hús nr. 9 við Lyngholt, ásamt breytingum á innra skipulagi húss. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar nýjar teikningar 15. ágúst 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 751. fundur - 13.12.2019

Erindi dagsett 9. desember 2019 þar sem Jóhann Elvar Tryggvason leggur inn beiðni um afturköllun á byggingaráformum fyrir bílgeymslu við hús sitt nr. 9 við Lyngholt.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.