Langholt 1 - umsókn um byggingarleyfi fyrir stækkun

Málsnúmer 2017110110

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 277. fundur - 15.11.2017

Erindi dagsett 8. nóvember 2017 þar sem Aðalsteinn Snorrason fyrir hönd Reita I ehf., kt. 510907-0940, sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun húss nr. 1 við Langholt. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Aðalstein Snorrason.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og telur stækkun hússins minniháttar og hafa ekki áhrif á nágranna. Skipulagsstjóra er falið að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 657. fundur - 06.12.2017

Erindi dagsett 29. nóvember 2017 þar sem Aðalsteinn Snorrason fyrir hönd Reita I ehf., kt. 510907-0940, sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun húss nr. 1 við Langholt ásamt breytingum innanhúss. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Aðalstein Snorrason. Innkomnar nýjar teikningar 29. nóvember 2017.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 659. fundur - 20.12.2017

Erindi dagsett 29. nóvember 2017 þar sem Aðalsteinn Snorrason fyrir hönd Reita I ehf., kt. 510907-0940, sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun húss nr. 1 við Langholt. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Aðalstein Snorrason. Innkomnar nýjar teikningar 18. desember 2017.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 661. fundur - 11.01.2018

Erindi dagsett 8. nóvember 2017 þar sem Aðalsteinn Snorrason fyrir hönd Reita I ehf., kt. 510907-0940, sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun húss nr. 1 við Langholt. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Aðalstein Snorrason. Innkomnar nýjar teikningar 4. janúar 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 673. fundur - 13.04.2018

Erindi dagsett 26. mars 2018 þar sem Aðalsteinn Snorrason fyrir hönd Reita-verslunar ehf., kt. 530117-0650, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af húsi nr. 1 við Langholt.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 685. fundur - 23.07.2018

Erindi móttekið 22. júní 2018 þar sem Aðalsteinn Snorrason fyrir hönd Reita - verslun ehf., kt. 530117-0650, sækir um breytingar frá áður samþykktum teikningum af Langholti 1. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Aðalstein Snorrason.

Innkomnar teikningar 22. júní 2018 ásamt fylgiskjali sem sýnir hvaða breytingar er um að ræða.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 721. fundur - 02.05.2019

Erindi dagsett 24. apríl 2019 þar sem Aðalsteinn Snorrason fyrir hönd Reita-verslunar ehf., kt. 530117-0650, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum húss nr. 1 við Langholt. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Aðalstein Snorrason.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.