Hestamannafélagið Léttir - ósk um lækkaðan hámarkshraða við hesthúsahverfin

Málsnúmer 2017110019

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 277. fundur - 15.11.2017

Erindi dagsett 26. október 2017 frá Sigfúsi Ólafi Helgasyni fyrir hönd Hestamannafélagsins Léttis, kt. 430269-6749, þar sem óskað er eftir að hámarkshraði ökutækja verði lækkaður í 30 km. á klukkustund við hesthúsin í Breiðholtshverfi og Hlíðarholtshverfi til að draga úr slysahættu.
Skipulagsráð frestar erindinu og óskar eftir umsögn deildafundar skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Skipulagsráð - 278. fundur - 29.11.2017

Erindi dagsett 26. október 2017 frá Sigfúsi Ólafi Helgasyni fyrir hönd Hestamannafélagsins Léttis, kt. 430269-6749, þar sem óskað er eftir að hámarkshraði ökutækja verði lækkaður í 30 km á klukkustund við hesthúsin í Breiðholtshverfi og Hlíðarholtshverfi til að draga úr slysahættu. Skipulagsráð óskaði eftir umsögn deildafundar skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs á fundi 15. nóvember 2017. Erindið var tekið fyrir á deildafundi þann 21. nóvember 2017. Tekið var jákvætt í að götur innan hesthúsahverfanna verði með 30 km hámarkshraða. Gera þarf hraðamælingar fyrir og eftir tilvonandi breytingar.
Skipulagsráð samþykkir að götur innan hesthúsahverfanna verði með 30 km hámarkshraða.

Skipulagssviði er falið að senda beiðni til Lögreglunnar á Norðurlandi eystra um auglýsingu á gildistöku þessarar breytingar.