Margrétarhagi 2 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2017110103

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 277. fundur - 15.11.2017

Erindi dagsett 7. nóvember 2017 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, óskar eftir að leggja fram tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðina Margrétarhaga 2. Óskað er eftir að raðhúsaíbúðum verði fjölgað úr 5 í 6 fjölbýlishúsaíbúðir með alls 3 bifreiðageymslum þannig að hægt sé að kaupa íbúð með eða án bifreiðageymslu. Meðfylgjandi eru tillöguteikningar eftir Tryggva Tryggvason. Á fundinn komu Þröstur Sigurðsson og Tryggvi Tryggvason og kynntu málið.
Skipulagsráð þakkar hönnuðum fyrir kynninguna og frestar erindinu milli funda.

Skipulagsráð - 278. fundur - 29.11.2017

Erindi dagsett 7. nóvember 2017 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, leggur fram tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðina Margrétarhaga 2. Óskað er eftir að raðhúsaíbúðum verði fjölgað úr 5 í 6 með alls 3 bifreiðageymslum þannig að hægt sé að kaupa íbúð með eða án bifreiðageymslu. Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 15. nóvember 2017.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 279. fundur - 13.12.2017

Erindi dagsett 7. nóvember 2017 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, leggur fram tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðina Margrétarhaga 2. Óskað er eftir að í stað 5 raðhúsaíbúða verði 6 íbúðir í fjölbýlishúsi með alls 3 bifreiðageymslum þannig að hægt sé að kaupa íbúð með eða án bifreiðageymslu. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 29. nóvember 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi dagsett 13. desember 2017 unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf.
Skipulagsráð samþykkir að tillagan verði grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 282. fundur - 24.01.2018

Erindi dagsett 7. nóvember 2017 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, leggur fram tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðina Margrétarhaga 2. Óskað er eftir að í stað 5 raðhúsaíbúða verði 6 íbúðir í fjölbýlishúsi með alls 3 bifreiðageymslum þannig að hægt sé að kaupa íbúð með eða án bifreiðageymslu. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 29. nóvember 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi dagsett 13. desember 2017 unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf.

Erindið var grenndarkynnt 19. desember 2017 með athugasemdafresti til 16. janúar 2018. Engin athugasemd barst.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

Bæjarstjórn - 3428. fundur - 06.02.2018

5. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 24. janúar 2018:

Erindi dagsett 7. nóvember 2017 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, leggur fram tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðina Margrétarhaga 2. Óskað er eftir að í stað 5 raðhúsaíbúða verði 6 íbúðir í fjölbýlishúsi með alls 3 bifreiðageymslum þannig að hægt sé að kaupa íbúð með eða án bifreiðageymslu. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 29. nóvember 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi dagsett 13. desember 2017 unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf.

Erindið var grenndarkynnt 19. desember 2017 með athugasemdafresti til 16. janúar 2018. Engin athugasemd barst.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.