Borgarsíða 1 - fyrirspurn um viðbyggingu

Málsnúmer 2017110033

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 277. fundur - 15.11.2017

Erindi dagsett 2. nóvember 2017 þar sem John Júlíus Cariglia og Þóra Pétursdóttir leggja inn fyrirspurn um hvort byggingarleyfi fáist fyrir viðbyggingu við hús nr. 1 við Borgarsíðu. Meðfylgjandi eru myndir.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 287. fundur - 14.03.2018

Erindi dagsett 2. nóvember 2017 þar sem John Júlíus Cariglia og Þóra Pétursdóttir leggja inn fyrirspurn um hvort byggingarleyfi fáist fyrir viðbyggingu við hús nr. 1 við Borgarsíðu.

Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 15. nómvember 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Tillagan er dagsett 29. nóvember 2017 og unnin af Steinmari Rögnvaldssyni.
Gerð er krafa um að byggingatæknilegar lausnir verði notaðar við hönnun byggingar vegna hljóðvistar og verði það fært inn á deiliskipulagsuppdráttinn.

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða samþykkir skipulagsráð að tillagan þannig breytt verði grenndarkynnt samkvæmt 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 290. fundur - 02.05.2018

Erindi dagsett 2. nóvember 2017 þar sem John Júlíus Cariglia og Þóra Pétursdóttir leggja inn fyrirspurn um hvort byggingarleyfi fáist fyrir viðbyggingu við hús nr. 1 við Borgarsíðu.

Erindið var grenndarkynnt frá 20. mars til 17. apríl 2018. Engin athugasemd barst.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

Bæjarstjórn - 3434. fundur - 08.05.2018

5. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 2. maí 2018:

Erindi dagsett 2. nóvember 2017 þar sem John Júlíus Cariglia og Þóra Pétursdóttir leggja inn fyrirspurn um hvort byggingarleyfi fáist fyrir viðbyggingu við hús nr. 1 við Borgarsíðu.

Erindið var grenndarkynnt frá 20. mars til 17. apríl 2018. Engin athugasemd barst.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.