Jaðarsíða 17-23 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2017060211

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 269. fundur - 12.07.2017

Erindi dagsett 27. júní 2017 þar sem Jón Ingi Sveinsson fyrir hönd Kötlu ehf., kt. 601285-0299, sækir um lóð nr. 17-23 við Jaðarsíðu. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Þar sem umsækjandi er eini umsækjandi um lóðina samþykkir skipulagsráð að veita honum lóðina. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Skipulagsráð - 277. fundur - 15.11.2017

Erindi móttekið 9. nóvember 2017 þar sem Jón Ingi Sveinsson fyrir hönd Kötlu ehf., kt. 601285-0299, sækir um endurúthlutun á lóðinni nr. 17-23 við Jaðarsíðu. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka. Vegna mikils jarðvegsdýpis á lóðinni býður umsækjandi fast verð í lóðina, gatnagerðargjald.
Skipulagsráð samþykkir að endurúthluta umsækjanda lóðinni. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingaskilmálum gilda. Umsókn um undanþágu frá gatnagerðargjöldum er vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3577. fundur - 23.11.2017

24. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 15. nóvember 2017:

Erindi móttekið 9. nóvember 2017 þar sem Jón Ingi Sveinsson fyrir hönd Kötlu ehf., kt. 601285-0299, sækir um endurúthlutun á lóðinni nr. 17-23 við Jaðarsíðu. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka. Vegna mikils jarðvegsdýpis á lóðinni býður umsækjandi fast verð í lóðina, gatnagerðargjald.

Skipulagsráð samþykkir að endurúthluta umsækjanda lóðinni. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingaskilmálum gilda. Umsókn um undanþágu frá gatnagerðargjöldum er vísað til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hafnar ósk um undanþágu frá gatnagerðargjöldum og vísar í gjaldskrá gatnagerðargjalda í Akureyrarkaupstað og gr. 5.3 í gjaldskránni þar sem fjallað er um sérstaka lækkun vegna jarðvegsdýpis.