Skipulagssvið - ráðning sviðsstjóra

Málsnúmer 2017100390

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 276. fundur - 25.10.2017

Þar sem sviðsstjóri skipulagssviðs mun láta af störfum að eigin ósk fyrri hluta næsta árs, þarf að taka ákvörðun um auglýsingu starfsins. Sviðsstjóri er jafnframt skipulags- og byggingarfulltrúi, og þarf að huga að framtíðarskipan þess starfs. Það er mat sviðsstjóra að skipta beri starfi skipulags- og byggingarfulltrúa upp, þar sem þetta eru ólík störf sem krefjast ólíkrar þekkingar. Það eykur jafnframt valmöguleika í starf skipulagsfulltrúa, sem þarf þá ekki að hafa réttindi til að skila inn aðaluppdráttum fyrir byggingarleyfi.
Skipulagsráð frestar málinu milli funda og felur sviðsstjóra að útbúa drög að auglýsingu um starfið. Skipulagsráð telur að samtímis beri að auglýsa starf arkitekts á sviðinu og felur sviðsstjóra að útbúa drög að þeirri auglýsingu.

Skipulagsráð - 277. fundur - 15.11.2017

Þar sem sviðsstjóri skipulagssviðs mun láta af störfum að eigin ósk fyrri hluta næsta árs, þarf að taka ákvörðun um auglýsingu starfsins. Sviðsstjóri er jafnframt skipulags- og byggingarfulltrúi og þarf að huga að framtíðarskipan þess starfs. Það er mat sviðsstjóra að skipta beri starfi skipulags- og byggingarfulltrúa upp, þar sem þetta eru ólík störf sem krefjast ólíkrar þekkingar. Það eykur jafnframt valmöguleika í starf skipulagsfulltrúa, sem þarf þá ekki að hafa réttindi til að skila inn aðaluppdráttum fyrir byggingarleyfi.

Skipulagsráð frestaði málinu á fundi 25. október 2017 og fól sviðsstjóra að gera tillögu að auglýsingu starfsins. Tillaga sviðsstjóra lögð fram, þar sem lagt er til að samhliða verði auglýst staða arkitekts við skipulagssvið.
Skipulagsráð fellst á að staða sviðsstjóra skipulagssviðs verði auglýst í samræmi við tillögu sviðsstjóra.

Skipulagsráð - 281. fundur - 17.01.2018

Tryggvi Már Ingvarsson B-lista mætti á fundinn kl. 8:20.
Bæjarstjóri mætti á fundinn og greindi frá ráðningu sviðsstjóra skipulagsviðs.
Skipulagsráð samþykkir að bæjarstjóri gangi til samninga við Pétur Inga Haraldsson um starf sviðsstjóra skipulagssviðs.