Umsóknir um styrki til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð 2016

Málsnúmer 2016060179

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 261. fundur - 26.04.2017

Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna úthlutunar úr húsafriðunarsjóði til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð í samræmi við ákvæði laga um verndarsvæði í byggð, nr. 87/2015. Umsóknarfrestur er til 28. apríl 2017. Lögð fram tillaga sviðsstjóra að umsókn.
Skipulagsráð samþykkir að sækja um styrk vegna verndarsvæða í byggð fyrir svæðið Aðalstræti, Lækjargata og Hafnarstræti til og með húsi númer 67 og felur sviðsstjóra að ganga frá umsókn.

Skipulagsráð - 265. fundur - 14.06.2017

Minjastofnun Íslands hefur samþykkt að veita Akureyrabæ styrk vegna úthlutunar úr húsafriðunarsjóði til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð í samræmi við ákvæði laga um verndarsvæði í byggð, nr. 87/2015. Lagður fram samningur um styrk úr húsafriðunarsjóði.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að undirrita samninginn og sjá um framkvæmd málsins í samræmi við það.

Skipulagsráð - 277. fundur - 15.11.2017

Athygli sveitarfélaga er vakin á því að til og með 1. desember nk. er hægt að sækja um styrki úr húsafriðunarsjóði til að vinna tillögur að verndarsvæði í byggð, í samræmi við ákvæði laga nr. 87/2015 og reglugerðar nr. 575/2016 um verndarsvæði í byggð og til verkefna innan verndarsvæða í byggð.
Skipulagsráð samþykkir að sækja um styrk vegna verndarsvæða í byggð og felur skipulagsstjóra að undirbúa umsókn fyrir elsta hluta Oddeyrar.