Naustagata 13 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2017110088

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 277. fundur - 15.11.2017

Erindi dagsett 6. nóvember 2017 þar sem Var þróunarfélag ehf., kt. 610515-0370, sækir um lóð nr. 13 við Naustagötu. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð getur ekki orðið við erindinu þar sem lóðin hefur ekki verið auglýst laus til umsóknar en felur sviðsstjóra að auglýsa lóðina lausa til umsóknar.

Skipulagsráð - 280. fundur - 10.01.2018

Erindi dagsett 23. nóvember 2017 þar sem Var þróunarfélag ehf., kt. 610515-0370, sækir um lóð nr. 13 við Naustagötu. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir að veita umsækjanda lóðina þar sem ekki bárust aðrar umsóknir.