Skipulagsráð

264. fundur 31. maí 2017 kl. 08:00 - 12:10 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Anna Bragadóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnisstjóri
Dagskrá
Helgi Snæbjarnarson L-lista mætti í forföllum Evu Reykjalín Elvarsdóttur.

1.Miðbær - endurbætur

Málsnúmer 2017050008Vakta málsnúmer

Tillaga að upplyftingu miðbæjarins var lögð fram í skipulagsráði til kynningar.

Arnar Birgir Ólafsson og Ólafur Jensson frá Teiknistofu Norðurlands mættu á fundinn og kynntu tillöguna.
Skipulagsráð þakkar Arnari og Ólafi fyrir kynninguna.

2.Forgangsröðun umferðaröryggisaðgerða á þjóðvegum um Akureyri

Málsnúmer 2016010071Vakta málsnúmer

Unnið er að umferðaröryggisaðgerðum á þjóðvegum í landi Akureyrarkaupstaðar og er það samstarfsverkefni milli Vegagerðarinnar og sveitafélagsins.

Lögð voru fram frumdrög að greinargerð vegna bætts umferðaröryggis á gatnamótum Glerárgötu, Tryggvabrautar, Hörgárbrautar og Borgarbrautar, dagsett 22. maí 2017. Rúna Ásmundsdóttir hjá Eflu kynnti mismunandi útfærslur gatnamótanna.
Skipulagsráð þakkar Rúnu fyrir kynninguna og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að koma athugasemdum ráðsins á framfæri.

3.Strandgata 29 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017010140Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. janúar 2017 þar sem Ingólfur Fr. Guðmundsson fyrir hönd Vesturkants ehf., kt. 541008-0630, sótti um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 29 við Strandgötu. Óskað var eftir að stækka tengibyggingu milli núverandi húss nr. 29 og reits fyrir nýbyggingu vestan þess, hámarksvegghæð frá inngönguhæð viðbyggingar yrði hækkuð úr 5,85 í 7,0 og þakhalla breytt til samræmis við núverandi hús. Einnig var óskað eftir fjölgun íbúða úr 1 í 5 í fyrirhugaðri viðbyggingu.

Skipulagstillagan var auglýst frá 29. mars með athugasemdafresti til 10. maí 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagssviðs.

Engin athugasemd barst.

Ein umsögn barst:

1) Minjastofnun Íslands, dagsett 26. apríl 2017.

Ekki eru gerðar athugasemdir á fyrirhugaðri breytingu en athygli er vakin á 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012 um fornminjar sem áður voru ókunnar.

Tryggvi Már Ingvarsson B-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.
Skipulagsráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna á grundvelli 4. gr.-e "Samþykktar um skipulagsráð" og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að annast gildistöku hennar.

4.Yfirlit yfir lóðir í maí 2017

Málsnúmer 2017050161Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit um óbyggðar lóðir og fyrirhugaðar lóðir í deiliskipulagi.
Ljóst er að eftirspurn eftir lóðum á Akureyri hefur verið mikil undanfarið og nú er takmarkað af lausum lóðum til úthlutunar.

Því beinir skipulagsráð því til umhverfis- og mannvirkjaráðs að gatnagerð vegna þriðja áfanga Hagahverfis verði hraðað eftir föngum.

5.Umsókn um úthlutun lóðar fyrir fjölbýlishús

Málsnúmer 2017050132Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. maí 2017 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um að fá úthlutaða lóð fyrir fjölbýlishús, þar sem engar fjölbýlishúsalóðir eru til úthlutunar eins og er.
Skipulagsráð getur ekki að svo stöddu úthlutað lóð undir fjölbýlishús.

Með áframhaldandi uppbyggingu Hagahverfis munu lóðir þar verða auglýstar. Þegar deiliskipulagi Melgerðisáss hefur verið lokið í ferli munu þar einnig verða auglýstar lóðir.

6.Melgerðisás - deiliskipulag

Málsnúmer 2015050023Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi Melgerðisáss og tillaga að breyttri útfærslu á fjölbýlishúsi á horni Skarðshlíðar og Undirhlíðar. Lögð fram kostnaðargreining Eflu verkfræðistofu vegna skipulagsins.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og samþykkir að haldinn verði kynningarfundur á fullunninni tillögu ásamt tillögum að breytingum á íþróttasvæði Þórs og suðurhluta Hlíðahverfis.
Ólína Freysteinsdóttir S-lista fór af fundi kl. 9:55.

7.Reglur um lóðarveitingar - endurskoðun 2015

Málsnúmer 2015030039Vakta málsnúmer

Skipulagnefnd fól Tryggva Má Ingvarssyni og Edward Hákoni Huijbens á fundi 23. mars 2016 að leggja fram tillögur til endurskoðunar reglna um lóðarveitingar. Skipulagsráð frestaði málinu á fundi 29. mars 2017. Tillaga að endurskoðuðum reglum er nú lögð fram.
Umræður. Afgreiðslu frestað.

8.Klettaborg - umsókn um heimild til breytingar á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017050078Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. maí 2017 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, óskar eftir heimild til að breyta deiliskipulagi á lóð við Klettaborg, sjá mynd. Fyrirhugað er að byggja sex þjónustuíbúðir fyrir fatlað fólk með mikla stuðningsþörf og sameiginlega aðstöðu fyrir íbúa og starfsfólk. Heildarstærð húss verður 500 fm á einni hæð.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Brekatún 4-12 - fyrirspurn um 12 sambyggða bílskúra

Málsnúmer 2017050144Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. maí 2017 þar sem Marías Benedikt Kristjánsson og Ingi Snorri Bjarkason leggja inn fyrirspurn hvort leyfi fengist fyrir byggingu 12 sambyggðra bílskúra norðan við Brekatún 4-12. Hugmyndin er að byggingin liggi samsíða fjölbýlishúsinu og hafi áþekkt útlit.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið en bendir á að breyta þarf aðal- og deiliskipulagi.
Ólína Freysteinsdóttir S-lista kom aftur á fundinn kl. 10:25.

10.Davíðshagi 6 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2017050043Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. maí 2017 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, óskar eftir heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir lóð nr. 6 við Davíðshaga. Nýtingarhlutfall lóðar verði hækkað úr 0,79 í 1,05. Lóðarstækkun á bifreiðastæðalóðum vegna bifreiðastæða fyrir hreyfihamlaða, 16,7 m². Minniháttar breytingu á austari viðmiðunarkóta um 0,3m.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í samráði við skipulagsstjóra sbr. umræður á fundinum.

11.Drottningarbrautarstígur - umsókn um breytingu á aðalskipulagi

Málsnúmer 2017050115Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. maí 2017 þar sem Tómas Björn Hauksson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um að gerð verði breyting á aðalskipulagi svo hægt sé að koma fyrir aðalstíg meðfram Drottningarbraut. Sjá skýringarmynd.
Þar sem hér er um óverulega breytingu á aðalskipulagi að ræða felur skipulagsráð sviðsstjóra skipulagssviðs að gera breytingu á aðalskipulagi, sem afgreidd verði samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Edward Hákon Huijbens V-lista sat hjá við afgreiðslu málsins en óskar bókað að heppilegra væri að 6. áfangi stígsins væri beinni og með opnari sjónlínum.

12.Margrétarhagi 3 og 5 - fyrirspurn um breytingu í parhúsalóð

Málsnúmer 2017050127Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. maí 2017 þar sem Guðmundur Lárus Helgason leggur inn fyrirspurn hvort hægt sé að breyta lóð nr. 3 eða lóð nr. 5 við Margrétarhaga í parhúsalóð.
Skipulagsráð frestar erindinu og óskar umsagnar skipulagshöfundar.

13.Tryggvabraut 3 - umsókn um byggingarleyfi fyrir gáma til að hýsa skrifstofu, biðstofu og salerni

Málsnúmer 2017030190Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. maí 2017 þar sem Sigurður Einarsson fyrir hönd N1 hf., kt. 540206-2010, sækir um byggingarleyfi fyrir tvo gáma við hús nr. 3 við Tryggvabraut. Gámarnir eru ætlaðir sem skrifstofa, biðstofa og salerni. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Sigurð Einarsson.
Skipulagsráð hafnar erindinu með fjórum atkvæðum og telur að frekar eigi að leysa stækkunina með viðbyggingu við húsið.

Tryggvi Már Ingvarsson B-lista sat hjá við afgreiðslu en óskar bókað að hann telji ýmsa kosti við færanlegar skrifstofueiningar ef þær eru haganlega úr garði gerðar og samþættar því húsnæði sem fyrir er. Til að mynda mun fjárfesting í nýbyggingum á svæðinu festa núverandi landnotkun í sessi á meðan léttar færanlegar einingar gera fjárhagslega auðveldara að þróa landnotkun á svæðinu frekar í náinni framtíð.

14.Kostnaður á færslu lagna vegna skipulags og framkvæmda

Málsnúmer 2017040154Vakta málsnúmer

Umræður um kostnað á færslu lagna vegna skipulags og framkvæmda.

Skipulagsráð frestar málinu.

15.Margrétarhagi 1 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2017050068Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. maí 2017 þar sem Bjarki Garðarsson fyrir hönd Litla-býlis ehf., kt. 451203-2230, sækir um lóð nr. 1 við Margrétarhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir að veita umsækjanda lóðina. Skipulags- og byggingarskilmálar gilda.

16.Kaupvangsstræti og Þingvallastræti neðan Þórunnarstrætis - umferðarhraði

Málsnúmer 2017050145Vakta málsnúmer

Í deiliskipulagi miðbæjarins er umferðarhraði í Kaupvangsstræti, neðan Eyrarlandsvegar, 30 km/klst. Þingvallastræti er með hámarkshraða 50 km/klst. Lagt er til að hámarkshraði á Þingvallastræti neðan Þórunnarstrætis og Kaupvangsstræti verði með hámarkshraða 30 km/klst.
Skipulagsráð samþykkir að Þingvallastræti neðan Þórunnarstrætis og Kaupvangsstræti verði með 30 km/klst. hraða þar sem mikil umferð gangandi fólks er á svæðinu.

Sviðsstjóra skipulagssviðs er falið að senda beiðni til sýslumannsins á Akureyri um gildistöku þessa með auglýsingu í Lögbirtingablaði.

17.Einstefnugötur - reiðhjólaumferð

Málsnúmer 2017040115Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. apríl 2017 þar sem Ólafur Kjartansson, varafulltrúi VG í skipulagsráði, leggur til að á einstefnugötum með hámarkshraða 30 km/klst. verði leyft að ferðast í báðar áttir á reiðhjólum. Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 10. maí 2017.
Samkvæmt umferðarlögum er ekki heimilt að hjóla gegn einstefnu nema hjólarein sé aðgreind frá annarri umferð. Hinsvegar er sérstaklega kveðið á um að heimilt sé að hjóla á gangstéttum.

Skipulagsráð bendir á að hugsanlegt væri að breyta ákvæði umferðarlaga og leyfa slíkt á vistgötum eða í götum með 30 km/klst. hámarkshraða, en þá þarf að taka sérstakt tillit til þarfa sjónskertra og hafa leiðilínu sem sé örugg gagnvart umferð akandi og hjólandi.

Skipulagsráð beinir því til stjórnvalda að umferðarlög verði tekin til endurskoðunar í samræmi við vaxandi reiðhjólamenningu hér á landi.

18.Glerá - slæm umgengni meðfram afmælisgöngustíg og á Óseyri

Málsnúmer 2017040107Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. apríl 2017 þar sem Björg Guðjónsdóttir sendir myndir af slæmri umgengni á svæðinu við göngustíginn norðan við Glerá. Björg segir að girða hafi átt svæðið af í 30 ár en ekki verið gert. Meðfylgjandi eru myndir.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra að leita úrræða í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið.

19.Hafnarstræti 106 - fyrirspurn vegna stöðuleyfis fyrir fjögur garðhýsi

Málsnúmer 2017050060Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. maí 2017 þar sem Aðalsteinn Árnason fyrir hönd Drífu ehf., kt. 480173-0159, leggur inn fyrirspurn vegna leyfis til að setja fjögur smáhýsi á baklóð húss nr. 106 við Hafnarstræti. Smáhýsin verða staðsett á palli, á lóðarmörkum að austan og norðan og notuð hluta árs sem sölubásar. Meðfylgjandi eru mynd.
Miðað við fyrirhugaða notkun og staðsetningu húsanna þá getur skipulagsráð ekki skilgreint þau skv. g. lið greinar 2.3.5. í byggingarreglugerð sem smáhýsi til geymslu garðáhalda o.þ.h. sem ekki þarf byggingarleyfi fyrir.

Skipulagsráð telur því að sækja þurfi um byggingarleyfi og að slíkar byggingar þurfi að vera í samræmi við deiliskipulag miðbæjar og standa innan byggingarreita.

20.Akureyri - umsókn um lagningu ljósleiðara

Málsnúmer 2017050047Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. maí 2017 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson fyrir hönd Tengis hf., kt. 660702-2880, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara um Akureyri sumarið 2017. Meðfylgjandi er yfirlitsmynd af fyrirhuguðu framkvæmdasvæði.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi framkvæmdaáætlun og telur hana uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi. Um er að ræða heildarleyfi fyrir lagningu ljósleiðara á árinu 2017 sbr. meðfylgjandi yfirlitsuppdrátt.

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

- Útgáfa framkvæmdaleyfis er háð yfirferð á frágangi fyrri framkvæmda.

- Skrifleg framkvæmdaleyfi fyrir nánar skilgreinda verkþætti verða ekki gefin út fyrr en öll fylgigögn og sérteikningar hafa borist og þær yfirfarnar af umhverfis- og mannvirkjasviði Akureyrar og afgreidd á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.

- Framkvæmdir skulu gerðar í samræmi við verklagsreglur Akureyrarbæjar um yfirborðsfrágang í bæjarlandinu. Nákvæm lega lagna í bæjarlandinu skal ákveðin í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrar og veitustofnanir bæjarins.

- Framkvæmdaleyfið gildir í eitt ár frá útgáfu leyfis og gildir einungis fyrir svæði utan íbúðarhúsalóða og annarra úthlutaðra lóða. Leyfishafi skal afla samþykkis lóðarhafa vegna lagna innan íbúðarhúsalóða og leggja fram áður en framkvæmdaleyfi verður gefið út.

- Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Skipulagsráð samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 4. gr.-g "Samþykktar um skipulagsráð".

21.Vinnureglur um bílastæði og úrtök í kantsteina

Málsnúmer 2016100112Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri skipulagssviðs lagði fram drög að vinnureglum um bílastæði og úrtök úr kantsteinum.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að framlagðar vinnureglur verði samþykktar.

22.Sjafnargata 9 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2017020149Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. febrúar 2017 þar sem Birgir Snorrason fyrir hönd óstofnaðs einkahlutafélags sem Brauðgerð Kr. Fasteignir ehf., kt. 450106-1430, og Oddsmýri ehf., kt. 630702-2240, munu stofna um þetta verkefni og sækir um lóðina Sjafnargötu 9 eins og hún er skilgreind í fyrsta skipulagsuppdrætti, lóðarstærð 5.515 fermetrar með byggingarmagn upp á 2.206 fermetra. Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 8. mars 2017 þar sem skipulagsráð hafði falið sviðsstjóra skipulagssviðs að skoða þörf og væntingar til atvinnuhúsalóða.
Þar sem enn er unnið að þarfagreiningu fyrir atvinnuhúsalóðir í sambandi við aðalskipulag sem er í vinnslu frestar skipulagsráð erindinu.

23.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2017

Málsnúmer 2017010027Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 11. maí 2017. Lögð var fram fundargerð 630. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 14 liðum.
Lagt fram til kynningar.

24.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2017

Málsnúmer 2017010027Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 18. maí 2017. Lögð var fram fundargerð 631. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 10 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:10.