Hafnarstræti 106 - fyrirspurn vegna stöðuleyfis fyrir fjögur garðhýsi

Málsnúmer 2017050060

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 264. fundur - 31.05.2017

Erindi dagsett 8. maí 2017 þar sem Aðalsteinn Árnason fyrir hönd Drífu ehf., kt. 480173-0159, leggur inn fyrirspurn vegna leyfis til að setja fjögur smáhýsi á baklóð húss nr. 106 við Hafnarstræti. Smáhýsin verða staðsett á palli, á lóðarmörkum að austan og norðan og notuð hluta árs sem sölubásar. Meðfylgjandi eru mynd.
Miðað við fyrirhugaða notkun og staðsetningu húsanna þá getur skipulagsráð ekki skilgreint þau skv. g. lið greinar 2.3.5. í byggingarreglugerð sem smáhýsi til geymslu garðáhalda o.þ.h. sem ekki þarf byggingarleyfi fyrir.

Skipulagsráð telur því að sækja þurfi um byggingarleyfi og að slíkar byggingar þurfi að vera í samræmi við deiliskipulag miðbæjar og standa innan byggingarreita.