Forgangsröðun umferðaröryggisaðgerða á þjóðvegum á Akureyri

Málsnúmer 2016010071

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 219. fundur - 13.01.2016

Framkvæmdadeild kynnti skýrslu um þörf á endurbótum þjóðvega í þéttbýli Akureyrar og gatnamóta þeirra og forgangsröðun endurbóta eftir mikilvægi m.t.t. umferðaröryggis. Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar á framkvæmdadeild og Gunnar Jóhannesson verkfræðingur mættu á fundinn.
Skipulagsnefnd þakkar fyrir kynninguna.

Skipulagsráð - 264. fundur - 31.05.2017

Unnið er að umferðaröryggisaðgerðum á þjóðvegum í landi Akureyrarkaupstaðar og er það samstarfsverkefni milli Vegagerðarinnar og sveitafélagsins.

Lögð voru fram frumdrög að greinargerð vegna bætts umferðaröryggis á gatnamótum Glerárgötu, Tryggvabrautar, Hörgárbrautar og Borgarbrautar, dagsett 22. maí 2017. Rúna Ásmundsdóttir hjá Eflu kynnti mismunandi útfærslur gatnamótanna.
Skipulagsráð þakkar Rúnu fyrir kynninguna og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að koma athugasemdum ráðsins á framfæri.

Skipulagsráð - 267. fundur - 28.06.2017

Unnið er að umferðaröryggisaðgerðum á þjóðvegum í landi Akureyrarkaupstaðar og er það samstarfsverkefni milli Vegagerðarinnar og sveitarfélagsins.

Lögð voru fram frumdrög að greinargerð vegna bætts umferðaröryggis á gatnamótum Glerárgötu, Tryggvabrautar, Hörgárbrautar og Borgarbrautar dagsett 22. maí 2017 ásamt svörum við athugasemdum ráðsins frá 31. maí 2017.
Lagt fram til kynningar.

Skipulagsráð - 269. fundur - 12.07.2017

Unnið er að umferðaröryggisaðgerðum á þjóðvegum í landi Akureyrarkaupstaðar og er það samstarfsverkefni milli Vegagerðarinnar og sveitarfélagsins. Lögð voru fram frumdrög að greinargerð vegna bætts umferðaröryggis á gatnamótum Glerárgötu, Tryggvabrautar, Hörgárbrautar og Borgarbrautar dagsett 22. maí 2017 ásamt svörum við athugasemdum ráðsins frá 31. maí 2017. Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs mætti á fundinn ásamt Rúnu Ásmundsdóttur frá Eflu.
Skipulagsráð þakkar Guðríði og Rúnu fyrir komuna og frestar afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð - 270. fundur - 16.08.2017

Unnið er að umferðaröryggisaðgerðum á þjóðvegum í landi Akureyrarkaupstaðar og er það samstarfsverkefni milli Vegagerðarinnar og sveitarfélagsins. Sviðsstjóri skipulagssviðs leggur til að unnið verði deiliskipulag fyrir gatnamót Glerárgötu, Borgarbrautar, Hörgárbrautar og Tryggvabrautar. Áður lögð fram frumdrög að greinargerð vegna bætts umferðaröryggis á gatnamótum Glerárgötu, Tryggvabrautar, Hörgárbrautar og Borgarbrautar dagsett 22. maí 2017 ásamt svörum við athugasemdum ráðsins frá 31. maí 2017.

Skipulagsráð frestaði afgreiðslu á fundi 12. júlí 2017.
Skipulagsráð leggur til að ljósastýrð gatnamót verði enn um sinn fyrsti valkostur við gatnamót Glerárgötu, Borgarbrautar, Hörgárbrautar og Tryggvabrautar.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 24. fundur - 15.12.2017

Lögð fram framkvæmdaáætlun vegna umferðaröryggisaðgerða í samstarfi við Vegagerðina. Einnig lögð fram útboðsgögn vegna framkvæmdanna dagsett 14. desember 2017.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 25. fundur - 19.01.2018

Lögð fram niðurstaða tilboða vegna umferðaröryggis á Glerárgötu - Hörgárbraut.Tvö tilboð bárust:

Túnþökusalan Nesbræður ehf að upphæð kr. 91.791.600 99% af kostnaðaráætlun

Finnur ehf að upphæð kr. 104.804.030 113% af kostnaðaráætlun.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Túnþökusöluna Nesbræður ehf.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 52. fundur - 15.03.2019

Lögð fram stöðuskýrsla dagsett 27. febrúar 2019 varðandi umferðaröryggisátak á þjóðvegi 1.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar, Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála, Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála og Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar sátu fundinn undir þessum lið.