Kostnaður á færslu lagna vegna skipulags og framkvæmda

Málsnúmer 2017040154

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 264. fundur - 31.05.2017

Umræður um kostnað á færslu lagna vegna skipulags og framkvæmda.

Skipulagsráð frestar málinu.

Skipulagsráð - 294. fundur - 27.06.2018

Lögð fram til kynningar tillaga að verklagsreglum um lagnir í landi Akureyrarkaupstaðar. Tómas Björn Hauksson, forstöðumaður nýframkvæmda á umhverfis- og mannvirkjasviði, mætti á fundinn og kynnti málið.
Skipulagsráð þakkar Tómasi fyrir kynninguna, gerir ekki athugasemdir við verklagsreglurnar og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð - 3602. fundur - 05.07.2018

3. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 27. júní 2018:

Lögð fram til kynningar tillaga að verklagsreglum um lagnir í landi Akureyrarkaupstaðar.

Tómas Björn Hauksson, forstöðumaður nýframkvæmda á umhverfis- og mannvirkjasviði, mætti á fundinn og kynnti málið.

Skipulagsráð þakkar Tómasi fyrir kynninguna, gerir ekki athugasemdir við verklagsreglurnar og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið og kynnti málið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu verklagsreglnanna.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 36. fundur - 06.07.2018

Lagðar fram verklagsreglur vegna færslu lagna í bæjarlandinu.

Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir þessar verklagsreglur með fyrirvara um 7. grein.

Bæjarráð - 3608. fundur - 13.09.2018

Lögð fram endurskoðuð drög að verklagsreglum um lagnir í landi Akureyrarkaupstaðar. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 5. júlí 2018. Einnig lögð fram drög að samkomulagi milli Akureyrarbæjar og Norðurorku hf. um kostnað við færslu regnvatnslagnar í Klettaborg.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Gunnar Gíslason D-lista leggur til breytingu á 1. málsgrein 6. greinar reglnanna þannig að Akureyrarbær greiði kostnað við allar lagnir sem eru yngri en 10 ára en ekki 7 ára.

Tillagan er felld með 3 atkvæðum Guðmundar Baldvins Guðmundssonar B-lista, Höllu Bjarkar Reynisdóttur L-lista og Hildu Jönu Gísladóttur S-lista gegn tveimur atkvæðum Gunnars Gíslasonar D-lista og Þórhalls Jónssonar D-lista.


Meirihluti bæjarráðs samþykkir reglur um lagnir í landi Akureyrarkaupstaðar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar til samþykktar. Enn fremur er bæjarlögmanni falið að skrifa undir samkomulag milli Akureyrarbæjar og Norðurorku hf. um kostnað við færslu regnvatnslagnar í Klettaborg. Þá er bæjarlögmanni falið að gera viðauka við samning um yfirtöku Norðurorku hf. á fráveitu Akureyrarbæjar dagsettan 31. desember 2013.

Gunnar Gíslason D-lista sat hjá við afgreiðsluna.

Bæjarstjórn - 3440. fundur - 18.09.2018

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 13. september 2018:

Lögð fram endurskoðuð drög að verklagsreglum um lagnir í landi Akureyrarkaupstaðar. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 5. júlí 2018. Einnig lögð fram drög að samkomulagi milli Akureyrarbæjar og Norðurorku hf. um kostnað við færslu regnvatnslagnar í Klettaborg.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.


Gunnar Gíslason D-lista leggur til breytingu á 1. málsgrein 6. greinar reglnanna þannig að Akureyrarbær greiði kostnað við allar lagnir sem eru yngri en 10 ára en ekki 7 ára.

Tillagan er felld með 3 atkvæðum Guðmundar Baldvins Guðmundssonar B-lista, Höllu Bjarkar Reynisdóttur L-lista og Hildu Jönu Gísladóttur S-lista gegn tveimur atkvæðum Gunnars Gíslasonar D-lista og Þórhalls Jónssonar D-lista.


Meirihluti bæjarráðs samþykkir reglur um lagnir í landi Akureyrarkaupstaðar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar til samþykktar. Enn fremur er bæjarlögmanni falið að skrifa undir samkomulag milli Akureyrarbæjar og Norðurorku hf. um kostnað við færslu regnvatnslagnar í Klettaborg. Þá er bæjarlögmanni falið að gera viðauka við samning um yfirtöku Norðurorku hf. á fráveitu Akureyrarbæjar dagsettan 31. desember 2013.

Gunnar Gíslason D-lista sat hjá við afgreiðsluna.


Halla Björk Reynisdóttir tók til máls og fór yfir forsögu tilurðar reglnanna og helstu þætti þeirra.

Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason og Halla Björk Reynisdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir reglur um lagnir í landi Akureyrarkaupstaðar með 10 atkvæðum. Gunnar Gíslason D-lista sat hjá við afgreiðsluna.