Brekatún 4-12 - fyrirspurn um 12 sambyggða bílskúra

Málsnúmer 2017050144

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 264. fundur - 31.05.2017

Erindi dagsett 18. maí 2017 þar sem Marías Benedikt Kristjánsson og Ingi Snorri Bjarkason leggja inn fyrirspurn hvort leyfi fengist fyrir byggingu 12 sambyggðra bílskúra norðan við Brekatún 4-12. Hugmyndin er að byggingin liggi samsíða fjölbýlishúsinu og hafi áþekkt útlit.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið en bendir á að breyta þarf aðal- og deiliskipulagi.

Skipulagsráð - 275. fundur - 11.10.2017

Erindi dagsett 25. september 2017 þar sem Marías Benedikt Kristjánsson og Ingi Snorri Bjarkason fyrir hönd húseigenda Brekatúns 4-14 sækja um breytingar á deiliskipulagi til að byggja 12 bíla bílskúrsbyggingu norðan lóðarinnar Brekatúns 4-14.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 296. fundur - 25.07.2018

Á fundi skipulagsráðs 11. október 2017 var samþykkt að heimila gerð deiliskipulagsbreytingar til að byggja 12 bíla bílskúrsbyggingu norðan lóðarinnar Brekatún 4-14. Nú er lögð fram tillaga að breytingu sem felst í að lóð Brekatúns 4-14 stækkar til norðvesturs, afmarkaður er byggingarreitur fyrir 12 bílageymslur og lóðin Brekatún 2 minnkar um 28,5 m². Fram kemur að haft hafi verið samráð við húsfélag Brekatúns 2 vegna minnkunar lóðarinnar.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar skriflegt samþykki eigenda Brekatúns 2 liggur fyrir.

Bæjarstjórn - 3440. fundur - 18.09.2018

Liður 6 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 25. júlí 2018:

Á fundi skipulagsráðs 11. október 2017 var samþykkt að heimila gerð deiliskipulagsbreytingar til að byggja 12 bíla bílskúrsbyggingu norðan lóðarinnar Brekatún 4-14. Nú er lögð fram tillaga að breytingu sem felst í að lóð Brekatúns 4-14 stækkar til norðvesturs, afmarkaður er byggingarreitur fyrir 12 bílageymslur og lóðin Brekatún 2 minnkar um 28,5 m². Fram kemur að haft hafi verið samráð við húsfélag Brekatúns 2 vegna minnkunar lóðarinnar.


Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar skriflegt samþykki eigenda Brekatúns 2 liggur fyrir.


Ingibjörg Ólöf Isaksen tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.