Davíðshagi 6 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2017050043

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 264. fundur - 31.05.2017

Ólína Freysteinsdóttir S-lista kom aftur á fundinn kl. 10:25.
Erindi dagsett 5. maí 2017 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, óskar eftir heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir lóð nr. 6 við Davíðshaga. Nýtingarhlutfall lóðar verði hækkað úr 0,79 í 1,05. Lóðarstækkun á bifreiðastæðalóðum vegna bifreiðastæða fyrir hreyfihamlaða, 16,7 m². Minniháttar breytingu á austari viðmiðunarkóta um 0,3m.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í samráði við skipulagsstjóra sbr. umræður á fundinum.

Skipulagsráð - 267. fundur - 28.06.2017

Erindi dagsett 5. maí 2017 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, óskar eftir heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir lóð nr. 6 við Davíðshaga. Nýtingarhlutfall lóðar verði hækkað úr 0,79 í 1,05.

Lóðarstækkun á bifreiðastæðalóðum um 16,7 m² vegna bifreiðastæða fyrir hreyfihamlaða.

Minniháttar breytingu á austari viðmiðunarkóta um 0,3 m.

Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 31. maí 2017 að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu. Lagðar eru fram tvær tillögur A og B sem eru dagsettar 28. júní 2017 og unnar af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi.
Einungis er um að ræða minniháttar stækkun á bílastæðalóðum og nýtingarhlutfalli og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillaga B verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarráð - 3560. fundur - 06.07.2017

9. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 28. júní 2017:

Erindi dagsett 5. maí 2017 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, óskar eftir heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir lóð nr. 6 við Davíðshaga. Nýtingarhlutfall lóðar verði hækkað úr 0,79 í 1,05.

Lóðarstækkun á bifreiðastæðalóðum um 16,7 m² vegna bifreiðastæða fyrir hreyfihamlaða.

Minniháttar breytingu á austari viðmiðunarkóta um 0,3 m.

Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 31. maí 2017 að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu. Lagðar eru fram tvær tillögur A og B sem eru dagsettar 28. júní 2017 og unnar af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi.

Einungis er um að ræða minniháttar stækkun á bílastæðalóðum og nýtingarhlutfalli og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillaga B verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 6. júní 2017.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsráðs.