Erindi dagsett 4. júlí 2017 þar sem Árni Kristjánsson fyrir hönd Tengis hf., kt. 660702-2880, sækir um leyfi til að leggja ljósleiðarastreng og rafmagnsstreng fyrir Fallorku og Norðurorku að vatnsverndarsvæði á Glerárdal og þaðan að stíflu Glerárvirkjunar II. Strengirnir yrðu plægðir niður saman. Meðfylgjandi eru myndir sem sýna legu strengjanna.
Á fundi skipulagsráðs 12. júlí 2017 frestaði skipulagsráð afgreiðslu erindisins þar sem umbeðin gögn höfðu ekki borist. Svæðið væri á náttúruminjaskrá og samkvæmt innsendri mynd færi ljósleiðarinn yfir óröskuð svæði sem þurfa rannsóknar við varðandi fornleifar og náttúru, auk svæða með ýmis konar starfsemi. Skipulagsráð beindi því til umsækjanda að setja ljósleiðarann í stíginn á virkjunarsvæðinu. Ný gögn bárust 8. ágúst 2017.
Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:
- Útgáfa framkvæmdaleyfis er háð yfirferð á frágangi fyrri framkvæmda.
- Skrifleg framkvæmdaleyfi fyrir nánar skilgreinda verkþætti verða ekki gefin út fyrr en öll fylgigögn og sérteikningar hafa borist og þær yfirfarnar af umhverfis- og mannvirkjasviði Akureyrar og afgreidd á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.
- Framkvæmdir skulu gerðar í samræmi við verklagsreglur Akureyrarbæjar um yfirborðsfrágang í bæjarlandinu. Nákvæm lega lagna í bæjarlandinu skal ákveðin í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrar og veitustofnanir bæjarins.
- Framkvæmdaleyfið gildir í eitt ár frá útgáfu leyfis og gildir einungis fyrir svæði utan íbúðarhúsalóða og annarra úthlutaðra lóða. Leyfishafi skal afla samþykkis lóðarhafa vegna lagna innan íbúðarhúsalóða og leggja fram áður en framkvæmdaleyfi verður gefið út.
- Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.
Skipulagsráð samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 4. gr.-g "Samþykktar um skipulagsráð".