Kaupvangsstræti og Þingvallastræti neðan Þórunnarstrætis - umferðarhraði

Málsnúmer 2017050145

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 264. fundur - 31.05.2017

Í deiliskipulagi miðbæjarins er umferðarhraði í Kaupvangsstræti, neðan Eyrarlandsvegar, 30 km/klst. Þingvallastræti er með hámarkshraða 50 km/klst. Lagt er til að hámarkshraði á Þingvallastræti neðan Þórunnarstrætis og Kaupvangsstræti verði með hámarkshraða 30 km/klst.
Skipulagsráð samþykkir að Þingvallastræti neðan Þórunnarstrætis og Kaupvangsstræti verði með 30 km/klst. hraða þar sem mikil umferð gangandi fólks er á svæðinu.

Sviðsstjóra skipulagssviðs er falið að senda beiðni til sýslumannsins á Akureyri um gildistöku þessa með auglýsingu í Lögbirtingablaði.