Margrétarhagi 3 og 5 - fyrirspurn um breytingu í parhúsalóð

Málsnúmer 2017050127

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 264. fundur - 31.05.2017

Erindi dagsett 16. maí 2017 þar sem Guðmundur Lárus Helgason leggur inn fyrirspurn hvort hægt sé að breyta lóð nr. 3 eða lóð nr. 5 við Margrétarhaga í parhúsalóð.
Skipulagsráð frestar erindinu og óskar umsagnar skipulagshöfundar.

Skipulagsráð - 267. fundur - 28.06.2017

Erindi dagsett 16. maí 2017 þar sem Guðmundur Lárus Helgason leggur inn fyrirspurn hvort hægt sé að breyta lóð nr. 3 eða lóð nr. 5 við Margrétarhaga í parhúsalóð. Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 31. maí 2017 og óskaði umsagnar skipulagshöfundar. Umsögn Árna Ólafssonar, skipulagshöfundar er dagsett 7. júní 2017.
Skipulagsráð tekur jákvætt í fyrirspurnina.

Skipulagsráð - 272. fundur - 30.08.2017

Erindi dagsett 16. maí 2017 þar sem Guðrún Guðmundsdóttir lagði inn fyrirspurn um hvort hægt væri að breyta lóð nr. 3 eða lóð nr. 5 við Margrétarhaga í parhúsalóð. Skipulagsráð tók jákvætt í fyrirspurnina á fundi 28. júní 2017 og heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu á fund 12. júlí 2017.

Innlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi er dagsett 15. ágúst 2017 og unnin af Árna Ólafssyni hjá Teiknistofu arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.

Umsögn Norðurorku liggur fyrir, dagsett 29. ágúst 2017. Bent er á að mögulega þarf að breyta núverandi heimlögnum sbr. meðfylgjandi myndir.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða samþykkir skipulagsráð að tillagan verði grenndarkynnt samkvæmt 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 275. fundur - 11.10.2017

Erindi dagsett 16. maí 2017 þar sem Guðmundur Lárus Helgason sækir um breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 3 og nr. 5 við Margrétarhaga til að byggja á þeim parhús var sent í grenndarkynningu þann 1. september 2017 og lauk henni 29. september 2017.

Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

Bæjarstjórn - 3421. fundur - 17.10.2017

2. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 11. október 2017:

Erindi dagsett 16. maí 2017 þar sem Guðmundur Lárus Helgason sækir um breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 3 og nr. 5 við Margrétarhaga til að byggja á þeim parhús var sent í grenndarkynningu þann 1. september 2017 og lauk henni 29. september 2017.

Engar athugasemdir bárust.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.