Einstefnugötur - reiðhjólaumferð

Málsnúmer 2017040115

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 262. fundur - 10.05.2017

Erindi dagsett 20. apríl 2017 þar sem Ólafur Kjartansson, varafulltrúi VG í skipulagsráði, leggur til að á einstefnugötum með hámarkshraða 30 km/klst. verði leyft að ferðast í báðar áttir á reiðhjólum.
Málinu frestað.

Skipulagsráð - 264. fundur - 31.05.2017

Erindi dagsett 20. apríl 2017 þar sem Ólafur Kjartansson, varafulltrúi VG í skipulagsráði, leggur til að á einstefnugötum með hámarkshraða 30 km/klst. verði leyft að ferðast í báðar áttir á reiðhjólum. Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 10. maí 2017.
Samkvæmt umferðarlögum er ekki heimilt að hjóla gegn einstefnu nema hjólarein sé aðgreind frá annarri umferð. Hinsvegar er sérstaklega kveðið á um að heimilt sé að hjóla á gangstéttum.

Skipulagsráð bendir á að hugsanlegt væri að breyta ákvæði umferðarlaga og leyfa slíkt á vistgötum eða í götum með 30 km/klst. hámarkshraða, en þá þarf að taka sérstakt tillit til þarfa sjónskertra og hafa leiðilínu sem sé örugg gagnvart umferð akandi og hjólandi.

Skipulagsráð beinir því til stjórnvalda að umferðarlög verði tekin til endurskoðunar í samræmi við vaxandi reiðhjólamenningu hér á landi.