Umsókn um úthlutun lóðar fyrir fjölbýlishús

Málsnúmer 2017050132

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 264. fundur - 31.05.2017

Erindi dagsett 17. maí 2017 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um að fá úthlutaða lóð fyrir fjölbýlishús, þar sem engar fjölbýlishúsalóðir eru til úthlutunar eins og er.
Skipulagsráð getur ekki að svo stöddu úthlutað lóð undir fjölbýlishús.

Með áframhaldandi uppbyggingu Hagahverfis munu lóðir þar verða auglýstar. Þegar deiliskipulagi Melgerðisáss hefur verið lokið í ferli munu þar einnig verða auglýstar lóðir.