Klettaborg - umsókn um heimild til breytingar á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017050078

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 264. fundur - 31.05.2017

Erindi dagsett 11. maí 2017 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, óskar eftir heimild til að breyta deiliskipulagi á lóð við Klettaborg, sjá mynd. Fyrirhugað er að byggja sex þjónustuíbúðir fyrir fatlað fólk með mikla stuðningsþörf og sameiginlega aðstöðu fyrir íbúa og starfsfólk. Heildarstærð húss verður 500 fm á einni hæð.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 279. fundur - 13.12.2017

Erindi dagsett 11. maí 2017 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, óskar eftir heimild til að breyta deiliskipulagi á leiksvæði við Klettaborg, sjá mynd. Fyrirhugað er að byggja sex þjónustuíbúðir fyrir fatlað fólk með mikla stuðningsþörf og sameiginlega aðstöðu fyrir íbúa og starfsfólk. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 31. maí 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 21. nóvember 2017 og unnin af Kollgátu.
Skipulagsráð fer fram á að gert verði ráð fyrir leiksvæði norðan Klettaborgar í stað þess sem tekið yrði fyrir húsbygginguna og að lega hússins verði í samræmi við hús er standa sunnnan Klettaborgar.

Skipulagsráð samþykkir að skipulagstillagan þannig breytt verði grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 291. fundur - 18.05.2018

Erindi dagsett 11. maí 2017 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, óskar eftir heimild til að breyta deiliskipulagi á leiksvæði við Klettaborg, sjá mynd. Fyrirhugað er að byggja sex þjónustuíbúðir fyrir fatlað fólk með mikla stuðningsþörf og sameiginlega aðstöðu fyrir íbúa og starfsfólk. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 31. maí 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 21. nóvember 2017 og unnin af Kollgátu.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að næstu nágrönnum verði tilkynnt um auglýsinguna.

Bæjarstjórn - 3435. fundur - 22.05.2018

10. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 18. maí 2018:

Erindi dagsett 11. maí 2017 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, óskar eftir heimild til að breyta deiliskipulagi á leiksvæði við Klettaborg, sjá mynd. Fyrirhugað er að byggja sex þjónustuíbúðir fyrir fatlað fólk með mikla stuðningsþörf og sameiginlega aðstöðu fyrir íbúa og starfsfólk. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 31. maí 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 21. nóvember 2017 og unnin af Kollgátu.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að næstu nágrönnum verði tilkynnt um auglýsinguna.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsráð - 296. fundur - 25.07.2018

Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi Klettaborgar. Skipulagssvæðið sem breytingum tekur liggur milli vestustu húsanna við Klettaborg og Dalsbrautar. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að afmörkuð er ný lóð fyrir íbúðakjarna með sex íbúðum. Fyrirhugað leiksvæði er flutt norður fyrir götuna. Tillagan var auglýst til kynningar 30. maí sl. með athugasemdafresti til 12. júlí og bárust 6 athugasemdabréf á kynningartíma.
Afgreiðslu frestað og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að vinna umsögn um innkomnar athugasemdir.

Skipulagsráð - 298. fundur - 29.08.2018

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu, tillaga að breytingu á deiliskipulagi Klettaborgar. Skipulagssvæðið sem breytingum tekur liggur milli vestustu húsanna við Klettaborg og Dalsbrautar. Í tillögunni felst að afmörkuð er ný lóð fyrir íbúðakjarna með sex íbúðum og fyrirhugað leiksvæði er flutt til norðurs, yfir götuna. Tillagan var auglýst til kynningar 30. maí sl. með athugasemdafresti til 12. júlí og bárust 6 athugasemdabréf á kynningartíma. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi skipulagsráðs 25. júlí og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að vinna umsögn um athugasemdir. Er tillaga að umsögn um efnisatriði athugasemda dagsett 24. ágúst lögð fram. Þá er einnig lagt fram minnisblað skipulagsráðgjafa dagsett 15. ágúst 2018, f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt ásamt umsögn um innkomnar athugasemdir og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

Þórhallur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

Bæjarstjórn - 3439. fundur - 04.09.2018

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 29. ágúst 2018:

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu, tillaga að breytingu á deiliskipulagi Klettaborgar. Skipulagssvæðið sem breytingum tekur liggur milli vestustu húsanna við Klettaborg og Dalsbrautar. Í tillögunni felst að afmörkuð er ný lóð fyrir íbúðakjarna með sex íbúðum og fyrirhugað leiksvæði er flutt til norðurs, yfir götuna. Tillagan var auglýst til kynningar 30. maí sl. með athugasemdafresti til 12. júlí og bárust 6 athugasemdabréf á kynningartíma. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi skipulagsráðs 25. júlí og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að vinna umsögn um athugasemdir. Er tillaga að umsögn um efnisatriði athugasemda dagsett 24. ágúst lögð fram. Þá er einnig lagt fram minnisblað skipulagsráðgjafa dagsett 15. ágúst 2018, f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt ásamt umsögn um innkomnar athugasemdir og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

Þórhallur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

Ingibjörg Ólöf Isaksen tók til máls og kynnti deiliskipulagsbreytinguna.

Í umræðum tóku til máls Hlynur Jóhannsson og Þórhallur Jónsson. Ingibjörg Ólöf Isaksen tók aftur til máls og svaraði athugasemdum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.