Margrétarhagi 1 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2017050068

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 264. fundur - 31.05.2017

Erindi dagsett 8. maí 2017 þar sem Bjarki Garðarsson fyrir hönd Litla-býlis ehf., kt. 451203-2230, sækir um lóð nr. 1 við Margrétarhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir að veita umsækjanda lóðina. Skipulags- og byggingarskilmálar gilda.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 666. fundur - 15.02.2018

Erindi dagsett 15. febrúar 2018 þar sem Bjarki Viðar Garðarsson fyrir hönd Norðausturs ehf. sækir um sex mánaða frest á framkvæmdum á lóð nr. 1 við Margrétarhaga.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir framkvæmdafrest til 31. júlí 2018.

Skipulagsráð - 323. fundur - 25.09.2019

Erindi dagsett 10. september 2019 þar sem Bjarki Viðar Garðarsson fyrir hönd Norðausturs ehf., kt. 451203-2230, óskar eftir sjö mánaða fresti til að hefja framkvæmdir á lóðinni nr. 1 við Margrétarhaga. Ástæður raktar í bréfi.

Fresturinn rann út 12. september 2019.
Skipulagsráð samþykkir að veita framkvæmdafrest í samræmi við fyrirliggjandi erindi.