Tryggvabraut 3 - umsókn um stöðuleyfi fyrir gáma

Málsnúmer 2017030190

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 626. fundur - 30.03.2017

Erindi dagsett 20. mars 2017 þar sem Sigurður Einarsson fyrir hönd N1 hf. sækir um stöðuleyfi fyrir tvo gáma við hús nr. 3 við Tryggvabraut. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Sigurð Einarsson.
Byggingarfulltrúi hafnar erindinu. Sækja þarf um byggingarleyfi fyrir viðlíka viðbyggingu.

Skipulagsráð - 264. fundur - 31.05.2017

Erindi dagsett 3. maí 2017 þar sem Sigurður Einarsson fyrir hönd N1 hf., kt. 540206-2010, sækir um byggingarleyfi fyrir tvo gáma við hús nr. 3 við Tryggvabraut. Gámarnir eru ætlaðir sem skrifstofa, biðstofa og salerni. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Sigurð Einarsson.
Skipulagsráð hafnar erindinu með fjórum atkvæðum og telur að frekar eigi að leysa stækkunina með viðbyggingu við húsið.

Tryggvi Már Ingvarsson B-lista sat hjá við afgreiðslu en óskar bókað að hann telji ýmsa kosti við færanlegar skrifstofueiningar ef þær eru haganlega úr garði gerðar og samþættar því húsnæði sem fyrir er. Til að mynda mun fjárfesting í nýbyggingum á svæðinu festa núverandi landnotkun í sessi á meðan léttar færanlegar einingar gera fjárhagslega auðveldara að þróa landnotkun á svæðinu frekar í náinni framtíð.