Drottningarbrautarstígur - umsókn um breytingu á aðalskipulagi

Málsnúmer 2017050115

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 264. fundur - 31.05.2017

Erindi dagsett 16. maí 2017 þar sem Tómas Björn Hauksson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um að gerð verði breyting á aðalskipulagi svo hægt sé að koma fyrir aðalstíg meðfram Drottningarbraut. Sjá skýringarmynd.
Þar sem hér er um óverulega breytingu á aðalskipulagi að ræða felur skipulagsráð sviðsstjóra skipulagssviðs að gera breytingu á aðalskipulagi, sem afgreidd verði samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Edward Hákon Huijbens V-lista sat hjá við afgreiðslu málsins en óskar bókað að heppilegra væri að 6. áfangi stígsins væri beinni og með opnari sjónlínum.

Skipulagsráð - 265. fundur - 14.06.2017

Erindi dagsett 16. maí 2017 þar sem Tómas Björn Hauksson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um að gerð verði breyting á aðalskipulagi svo hægt sé að koma fyrir aðalstíg meðfram Drottningarbraut. Sjá skýringarmynd.

Sviðsstjóri skipulagssviðs lagði fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 dagsetta 5. júní 2017 unna af Árna Ólafssyni.

Tillagan var send til umsagnar Eyjafjarðarsveitar, þar sem stígurinn nær að sveitafélagamörkum og umsögnin liggur fyrir.

Tómas Björn Hauksson umhverfis- og mannvirkjssviði mætti á fundinn og ræddi tillöguna.
Skipulagsráð þakkar Tómasi fyrir komuna og leggur til við bæjarstjórn að þar sem hér er um óverulega breytingu á aðalskipulagi að ræða, verði aðalskipulagsbreytingin samþykkt og afgreidd samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að senda erindið til Skipulagsstofnunar.

Bæjarstjórn - 3417. fundur - 20.06.2017

5. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 14.júní 2017:

Erindi dagsett 16. maí 2017 þar sem Tómas Björn Hauksson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um að gerð verði breyting á aðalskipulagi svo hægt sé að koma fyrir aðalstíg meðfram Drottningarbraut. Sjá skýringarmynd. Sviðsstjóri skipulagssviðs lagði fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 dagsetta 5. júní 2017 unna af Árna Ólafssyni. Tillagan var send til umsagnar Eyjafjarðarsveitar, þar sem stígurinn nær að sveitafélagamörkum og umsögnin liggur fyrir. Tómas Björn Hauksson umhverfis- og mannvirkjasviði mætti á fundinn og ræddi tillöguna.

Skipulagsráð þakkar Tómasi fyrir komuna og leggur til við bæjarstjórn að þar sem hér er um óverulega breytingu á aðalskipulagi að ræða, verði aðalskipulagsbreytingin samþykkt og afgreidd samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að senda erindið til Skipulagsstofnunar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.