Fjárhagsáætlun 2016 - framkvæmdadeild

Málsnúmer 2015080078

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 313. fundur - 21.08.2015

Kynntir rammar fyrir fjárhagsáætlun ársins 2016.

Framkvæmdaráð - 314. fundur - 11.09.2015

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.

Framkvæmdaráð - 315. fundur - 18.09.2015

Unnnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.
Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri mætti á fundinn undir umræðu um fjármál Slökkviliðs Akureyrar.

Framkvæmdaráð - 316. fundur - 23.09.2015

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.
Meirihluti framkvæmdaráðs samþykkir fjárhagsáætlun vegna aðalsjóðs og A og B hluta og vísar þeim til bæjarráðs.
Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista sat hjá við afgreislu fjárhagsáætlunar.
Ákvörðun um gjaldskrár er frestað.
Framkvæmdaráð óskar eftir að gerð verði úttekt á samningum um brunamál og upplýsingum um fastleigustæði ásamt skiptingu tekna hjá bifreiðastæðasjóði.

Umhverfisnefnd - 108. fundur - 13.10.2015

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.
Umhverfisnefnd samþykkir framlagða fjárhagsáætlun þeirra málaflokka sem undir umhverfisnefnd heyra og vísar henni til bæjarráðs.

Framkvæmdaráð - 317. fundur - 16.10.2015

Farið yfir tillögur að gjaldskrá fyrir árið 2016.
Framkvæmdaráð samþykkir tillögur að framlagðri gjaldskrá fyrir árið 2016 og vísar henni til bæjarráðs.

Framkvæmdaráð - 318. fundur - 30.10.2015

Farið yfir tillögur að framkvæmdaáætlun fyrir árin 2016-2019.
Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi V-lista vék af fundi kl. 09:18.

Framkvæmdaráð - 319. fundur - 20.11.2015

Lögð fram fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2016-2019, sem tekin var til fyrri umræðu í bæjarstjórn 3. nóvember sl. og endurskoðun á rekstri Slökkviliðs Akureyrar m.t.t. sérfræðiaðstoðar.
Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri mætti á fundinn.
Framkvæmdaráð óskar eftir að sérfræðiþjónusta verði hækkuð hjá Slökkviliði Akureyrar um 1,5 milljónir króna og vísar því til bæjaráðs.

Bæjarráð - 3484. fundur - 26.11.2015

1. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dagsett 20. nóvember 2015:
Lögð fram fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2016-2019, sem tekin var til fyrri umræðu í bæjarstjórn 3. nóvember sl. og endurskoðun á rekstri Slökkviliðs Akureyrar m.t.t. sérfræðiaðstoðar.
Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri mætti á fundinn.
Framkvæmdaráð óskar eftir að sérfræðiþjónusta verði hækkuð hjá Slökkviliði Akureyrar um 1,5 milljónir króna og vísar því til bæjaráðs.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

Framkvæmdaráð - 320. fundur - 04.12.2015

Unnið að gerð 3ja ára áætlunar 2017-2019.
Framkvæmdaráð samþykkir framlagða 3ja ára áætlun með breytingum og vísar henni til bæjarráðs.

Umhverfisnefnd - 111. fundur - 17.12.2015

Unnið að gerð þriggja ára áætlunar.

Framkvæmdaráð - 322. fundur - 22.01.2016

Farið yfir tillögur að gjaldskrá fyrir Framkvæmdamiðstöð Akureyrarbæjar og framkvæmdaáætlun ársins 2016.
Framkvæmdaráð samþykkir framlagða gjaldskrá Framkvæmdamiðstöðvar fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarráðs ásamt viðauka vegna breytinga á tekjum.
Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi V-lista vék af fundi kl. 11:55 og Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista vék af fundi kl. 11:57.

Framkvæmdaráð - 323. fundur - 29.01.2016

Farið yfir tillögur um verklegar framkvæmdir og umhverfisátak ársins 2016.
Helena Þuríður Karlsdóttir S - lista vék af fundi kl. 10:45.

Bæjarráð - 3494. fundur - 18.02.2016

4. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dagsett 22. janúar 2016:

Farið yfir tillögur að gjaldskrá fyrir Framkvæmdamiðstöð Akureyrarbæjar og framkvæmdaáætlun ársins 2016.

Framkvæmdaráð samþykkir framlagða gjaldskrá Framkvæmdamiðstöðvar fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarráðs ásamt viðauka vegna breytinga á tekjum.
Bæjarráð samþykkir framlagða gjaldskrá Framkvæmdamiðstöðvar, en frestar gerð viðauka.

Framkvæmdaráð - 325. fundur - 19.02.2016

Farið yfir tillögur um verklegar framkvæmdir og umhverfisátak ársins 2016.
Framkvæmdaráð samþykkir framkvæmdaáætlun og vísar nauðsynlegum viðaukum til bæjarráðs.

Þá samþykkir meirihluti framkvæmdaráðs umhverfisátak ársins 2016.

Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista leggst gegn því að framlag til hverfisnefnda og ráða verði lækkað.

Framkvæmdaráð - 326. fundur - 18.03.2016

Kynnt staðan á fjárhagsáætlun ársins fyrir janúar- og febrúarmánuð og rætt um hvernig draga má úr rekstrarútgjöldum og/eða auka tekjur sbr. kynningu aðgerðarhóps frá 19. febrúar sl.

Einnig var farið yfir tillögur vinnuhóps um kaup á tækjum fyrir umhverfismiðstöð.

Jónas Vigfússon forstöðumaður umhverfismiðstöðvar og Engilbert Ingvarsson aðstoðarverkstjóri kynntu tillögurnar.
Framkvæmdaráð ákveður að dregið verði verulega úr sandburði og snjómokstri fram til vors. Jafnframt hvetur framkvæmdaráð bæjarbúa til að sópa í kringum sínar eignir.

Umhverfisnefnd - 114. fundur - 22.03.2016

Umræður um aðgerðaráætlun þar sem leita á leiða til sparnaðar í rekstri.

Umhverfisnefnd - 115. fundur - 12.04.2016

Umræður um tillögur að hagræðingu í málaflokkunum umhverfismál og hreinlætismál.

Framkvæmdaráð - 329. fundur - 20.05.2016

Farið yfir framkvæmdaáætlun og umhverfisverkefni ársins 2016 og og staðan kynnt á þeim verkum sem eru í gangi í dag.
Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista bar upp vanhæfi sitt vegna umræðna um framkvæmdir í Naustahverfi og var það samþykkt. Vék hann af fundi við þær umræður.

Framkvæmdaráð - 331. fundur - 16.06.2016

Farið yfir framkvæmdaáætlun og umhverfisverkefni ársins 2016.

Framkvæmdaráð - 332. fundur - 22.07.2016

Lagðar fram niðurstöður opnunar tilboðs í Moldarlosunarveg sem opnað var 15 júlí sl.

Tvö tilboð bárust.

Einnig voru kynnt tilboð í bíla og tæki fyrir Umhverfismiðstöð Akureyrarbæjar og malbikunarframkvæmdir sumarsins.
Framkvæmdaráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda Finn ehf að upphæð kr. 10.664.820.

Bæjartæknifræðingi er falið að ganga frá samkomulagi við Golfklúbb Akureyrar um aðkomu þeirra að málinu.

Framkvæmdaráð - 333. fundur - 09.08.2016

Farið yfir 6 mánaða stöðu fjárhagsáætlunar og framkvæmda á árinu 2016 og rætt um hagræðingartillögur einstakra málaflokka.

Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri SA mætti á fundinn undir þessum lið og kynnti tillögur að breyttri starfstilhögun innan slökkviliðsins sem mun leiða til sparnaðar.

Hugmyndin verði útfærð nánar og lögð aftur fyrir framkvæmdaráð.

Lagt fram til kynningar.

Framkvæmdaráð - 336. fundur - 06.10.2016

Lögð fram 8 mánaða staða í aðalsjóði þeirra deilda sem tilheyra framkvæmdadeild og staða á verkefnum í Eignarsjóði og Umhverfisátaki. Kynnt kostnaðaráætlun við tilraunaverkefni á þrengingum Glerárgötu og Þingvallastrætis.

Bæjartæknifræðingi er falið að skoða nánar hagkvæmni á kaupum á nýrri bifreið fyrir ferliþjónustu. Forstöðumanni Umhverfismiðstöðvar er falið að taka saman minnisblað um samanburð á rekstrarkostnaði ferliþjónustu Akureyrarbæjar við önnur sveitarfélög.

Framkvæmdaráð - 337. fundur - 24.10.2016

Lögð fram staða á verklegum framkvæmdum og Umhverfisátaki fyrir árið 2016 og rætt um rekstrarkostnað ferliþjónustu Akureyrar og möguleg kaup á nýrri bifreið fyrir ferliþjónustuna.

Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.
Framkvæmdaráð samþykkir að keyptur verði nýr ferlibíll og farið verði í útboð á viðbótarkeyrslu fyrir ferliþjónustu.

Framkvæmdaráð - 338. fundur - 01.11.2016

Farið yfir stöðu framkvæmda fyrir árið 2016.

Framkvæmdaráð - 340. fundur - 05.12.2016

Farið yfir 10 mánaða stöðu aðalsjóðs og stöðu á framkvæmdum fyrir árið 2016
Framkvæmdaráð óskar eftir viðauka við snjómokstur að upphæð 30 milljónir króna. Jafnframt er óskað eftir leiðréttingu á leigu vegna gatna þar sem ekki fer saman áætlun á leigu og þeirri upphæð sem millifærð er.

Framkvæmdaráð felur bæjartæknifræðingi að fá leiðréttingu frá fjárreiðudeild vegna skekkju milli eignasjóðs og aðalsjóðs vegna umhverfisátaksverkefna (afmælisátakið frá 2012).